Indverska leikkonan Priyanka Chopra, sem valin var Ungfrú Heimur árið 2000, fagnaði 43 ára afmæli sínu á sunnudag með því að birta af sér sjóðheitar myndir. Á myndunum er Chopra íklædd rauðu bikiníi og á öðrum má sjá hana láta vel að eiginmanninum, tónlistarmanninum Nick Jonas.
Í færslu á Instagram deilir Chopra myndum og stuttu myndaskeiði þar sem sjá má hjónin njóta sín á ströndinni á Bahamas. Í öðru myndskeiði má sjá Chopra róla standandi áður en hún skellir sér í sjóinn. Malti Marie, þriggja ára dóttir þeirra, var með í fríinu.
„Kveð bestu afmælis/sumarferð alla tíma!“ skrifar Chopra við færsluna.
View this post on Instagram
Fylgjendur voru afar ánægðir með færsluna, einn velti fyrir sér hversu mörgum sundfötum Chopra hefði pakkað.
View this post on Instagram
Chopra og Jones giftu sig í nokkurra daga brúðkaupsveislu í desember 2018. Dótturina eignuðust þau með staðgöngumæðrun í janúar 2022.
„Kveð bestu afmælis/sumarferð alla tíma!“ skrifar Chopra við færsluna.
Í viðtali í febrúar það ár lagði Chopra áherslu á að samband þeirra einkenndist af virðingu.
„Þú verður að leita að einhverjum sem virðir þig. Virðing er annað en ást og væntumþykja,“ sagði Chopra við breska Harper’s Bazaar.
„Þú verður að kyssa marga froska þangað til þú finnur prinsinn þinn.“