fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fókus

Endurupplifir morðið á syninum við fráfall sjónvarpssonarins

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 08:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Bill Cosby endurupplifir andlát sonar síns, eftir hörmulegan dauða sjónvarpssonar síns, Malcolm-Jamal Warner.

Umboðsmaður Cosbys sagði að fréttirnar af drukknun Warners í Costa Rica á sunnudag hafi minnt Cosby á morðið á syni sínum árið 1997. Ennis William Cosby var skotinn til bana í ránstilraun þar sem hann var að skipta um dekk á hraðbraut í Los Angeles.. Hann var 27 ára gamall.

„Atvikið minnti hann á sama símtalið og hann fékk þegar sonur hans dó,“ sagði Andrew Wyatt, umboðsmaður Bills, við People um hvernig leikarinn tekur fréttunum. Wyatt sagði að Ennis og Warner hefðu leikið saman þegar þeir voru ungir. Hann sagði einnig að Warner og Bill hefðu „talað saman allan tímann“ fyrir andlát hans. „Hann fann leið til að tala um Malcolm jafnvel þótt hann væri dapur,“ sagði Wyatt um Bill.

Fjölskyldan í The Cosby Show.

Samkvæmt Wyatt syrgir Cosby ásamt meðleikurunum sínum úr sjónvarpsþáttunum Cosby Show, þar á Phyliciu Rashad sem lék eiginkonu hans.

„Hann var í símanum við Phyliciu Rashad að rifja upp kynni þeirra við Malcolm,“ sagði Wyatt. Hann bætti því við að Cosby hefði sagt um börnin sín á skjánum: „Þó ég væri sjónvarpspabbi þeirra, hætti ég aldrei að vera faðir þeirra.“

„Bill finnst eins og „allir séu að fara,“ sagði Wyatt við miðilinn og deildi því að æskuvinur Bills hafi einnig nýlega látist.

Í símaviðtali við CBS News á mánudag sagði Cosby, 88 ára, að hann hefði talað við Warner fyrir þremur mánuðum.

„Hann var aldrei hræddur við að fara inn á herbergi sitt og læra,“ sagði hann um Warner, sem lék son hans, Theo Huxtable, í The Cosby Show. „Hann kunni línurnar sínar og hann var nokkuð sáttur þrátt fyrir vaxtarverki unglingsáranna.“

Warner var í fjölskyldufríi í Costa Rica. Hann var í sjósundi þegar hann hrifsaðist með í sterkum straumi. Warner var dreginn upp úr vatninu af fólki á svæðinu nálægt Cocles, strönd í Limon, og fluttur í land þar sem endurlífgun var reynd, en hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann var 54 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Robbie Williams berskjaldaði sig á sviði varðandi fjölskylduvandamálin – „Hún veit ekki hver ég er lengur“

Robbie Williams berskjaldaði sig á sviði varðandi fjölskylduvandamálin – „Hún veit ekki hver ég er lengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn

Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf
Fókus
Fyrir 1 viku

Jessica náði sér í Marvel-stjörnu sem er 11 árum yngri

Jessica náði sér í Marvel-stjörnu sem er 11 árum yngri
Fókus
Fyrir 1 viku

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“