fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fókus

Dansandi Íslandsvinir eiga von á sínu fyrsta barni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin og atvinnudansararnir Derek Hough og Hayley Erbert, eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Tilkynntu þau gleðitíðindin með myndbandi á Instagram í dag.

Í myndbandinu gengur Hough að konu sinni og þau faðmast á sólríkum degi. Þegar þau faðmast sýnir Erbert fylgjendum þeirra sónarmyndir.

„Við trúum ekki að það stærsta sem getur komið fyrir okkur geti verið svona lítið ♥️,“ skrifa þau í myndatexta.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hayley Erbert Hough (@hayley.erbert)

Ár er síðan hjónin heimsóttu Ísland og skemmtu sér konunglega eins og sjá mátti á fjölmörgum myndum frá heimsókninni.

Sjá einnig: Heimsþekkt danshjón á Íslandi

Hjónin giftu sig í ágúst 2023 í Monterey-sýslu í Kaliforníu eftir sjö ára samband.

Derek er dansari, danshöfundur, leikari og söngvari. Árin 2007-2016 dansaði hann sem atvinnudansari í Dancing with the Stars og á met í vinningi þar ásamt stjörnumeðdönsurum sínum. Árið 2020 kom hann inn sem dómari í þáttunum. Hann hefur hlotið 14 tilnefningar til Emmy verðlauna og unnið sex sinnum. Derek hefur komið margoft fram á sviði, í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlistarmyndböndum.

Líkt og eiginmaðurinn þá hefur Hayley dansað frá barnsaldri. Í menntaskóla komst hún í þriðja sæti í þáttunum So You Think You Can Dance. Hún hefur komið fram í fjölda þátta og kvikmynda og meðal annars dansað með stjörnum eins og Paula Abdul, Pitbull og Carrie Underwood. Hún dansaði með Derek og systur hans, Julianne, í tveimur danssýninum þeirra árin 2014 og 2015, auk þess að vera hluti af hópnum í Dancing with the Stars: Live! sýningunum.

Í september 2024 greindi Hough frá því í viðtali við E! News að þau vildu eignast börn. „Við viljum klárlega stofna fjölskyldu. Við sjáum hvað gerist, hvað er í vændum. Lítil dansandi börn hlaupandi um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lotuæfing í ABBA-takti slær í gegn

Lotuæfing í ABBA-takti slær í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Syrgir móður sína

Syrgir móður sína
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði tilnefndur til EMMY-verðlauna

Daði tilnefndur til EMMY-verðlauna
Fókus
Fyrir 6 dögum

Obama-hjónin stíga fram í tilfinningaþrungnum hlaðvarpsþætti og ræða skilnaðarorðróminn

Obama-hjónin stíga fram í tilfinningaþrungnum hlaðvarpsþætti og ræða skilnaðarorðróminn
Fókus
Fyrir 1 viku

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar
Fókus
Fyrir 1 viku

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos