fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fókus

Grunur um að Leonardo Di Caprio sé byrjaður á Ozempic – „Fæturnir eru eins grannir og á kærustunni“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. júlí 2025 16:30

Di Caprio hefur bætt á sig kílóum á undanförnum árum en nú virðist hann vera að gera eitthvað í sínum málum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverðar vangaveltur hafa verið í Hollywood undanfarnar vikur og mánuði um að hjartaknúsarinn og stórleikarinn Leonardo Di Caprio sé byrjaður að nota þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic. Þykir hann hafa misst kílóin ansi hratt í vor og sumar.

Ljósmyndir náðust af hinum fimmtuga Di Caprio léttklæddum á snekkju ásamt unnustu sinni, hinni 27 ára gömlu Vittoria Ceretti. Tóku margir aðdáendur eftir því hversu miklu grennri hann virtist vera en á undanförnum árum. En Di Caprio hefur verið nokkuð búttaður.

„Fæturnir eru eins grannir og á kærustunni,“ sagði einn notandi á samfélagsmiðlum um myndirnar. En kærastan er ítölsk fyrirsæta með mjög grannar lappir.

„Hann er ekki grannur, hann er að halda inni andanum fyrir myndavélarnar af því að hann stendur við hliðina á blýanti,“ sagði einn netverji og átti þá við Ceretti. Annar benti á að það sé ekki hægt að halda inni andanum í fótunum. „Hún er með flottan líkama. Hefur Leo misst þyngd í löppunum?“

En það eru ekki aðeins fæturnir sem virðast vera orðnir grennri. Vömbin einnig.

„Hann lítur út fyrir að vera minni um sig miðjan,“ segir einn netverji. „En hann lítur einnig út fyrir að vera skvampkenndur og án vöðvauppbyggingar. Hann er aðeins einni máltíð frá því að fá vömbina aftur.“

Hafa því margir velt því fyrir sér hvort Di Caprio sé byrjaður að nota þyngdarstjórnunarlyf. Að hann hafi misst fitu án þess að byggja upp vöðva í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Daði tilnefndur til EMMY-verðlauna

Daði tilnefndur til EMMY-verðlauna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Obama-hjónin stíga fram í tilfinningaþrungnum hlaðvarpsþætti og ræða skilnaðarorðróminn

Obama-hjónin stíga fram í tilfinningaþrungnum hlaðvarpsþætti og ræða skilnaðarorðróminn
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið