fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fókus

Hafnar öllum ásökunum um ofbeldi

Fókus
Föstudaginn 18. júlí 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Phypers, eiginmaður Denise Richards, neitar ásökunum um ofbeldi og segir þær „skaðlegar og tilefnislausar“. Neitar hann því að hafa nokkurn tíma beitt Richards líkamlegu eða tilfinningalegu ofbeldi eftir að hún sakaði hann um ofbeldi og fékk nálgunarbann. Hjónin standa nú í skilnaði.

Sjá einnig: Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn

Í dómsskjölum sem Richards lagði fram á miðvikudag heldur hún því fram að Phypers hefði oft kyrkt hana, slegið hana í andlitið og höfuðið og einu sinni hótað að drepa hana, ásamt öðrum ofbeldisfullum átökum.

„Ég vil svara nýlegum sögusögnum og vangaveltum sem hafa komið upp varðandi samband mitt við konu mína, Denise Richards,“ sagði Phypers í yfirlýsingu til People. „Leyfið mér að vera alveg skýr: Ég hef aldrei beitt Denise, eða neinn annan, líkamlegu eða tilfinningalegu ofbeldi. Þessar ásakanir eru algjörlega rangar og djúpt særandi. Denise og ég, eins og mörg pör, höfum staðið frammi fyrir okkar skerf af áskorunum, en allar ábendingar um ofbeldi eru algerlega ósannar. Ég hef alltaf reynt að nálgast hjónaband okkar með kærleika, þolinmæði og virðingu.“

Phypers bað um friðhelgi vegna skilnaðar síns og Richards.

„Ég vona að almenningur og fjölmiðlar muni forðast að dreifa skaðlegum og tilefnislausum fullyrðingum,“ sagði að lokum í yfirlýsingu hans.

Richards, 54 ára, fékk tímabundið nálgunarbann gegn Phypers, 52 ára, á miðvikudag.

„Í gegnum allt samband okkar beitti Aron mig oft kyrkingartaki, kreisti höfuðið á mér með báðum höndum, kreisti handleggina á mér fast, sló mig í andlitið og höfuðið og lamdi höfðinu á mér í handklæðahengið á baðherberginu,“ fullyrðir Richards í dómsskjölum sínum.

Meðal fleiri ásakana var að hann hótaði að drepa hana og sjálfan sig ef hún kærði hann til lögreglunnar.

Phypers sótti um skilnað frá Richards fyrr í þessum mánuði.

Í dómsskjölunum lýsir Richards meintu rifrildi sem átti sér stað 4. júlí og leiddi til sambandsslitanna. Richards hélt því fram að Phypers hefði orðið reiður eftir að hún sagði honum að hann og fjölskylda hans þyrftu að flytja út af heimili þeirra. 

„Í næstum tvær klukkustundir komst Aaron ítrekað innan við fimm sentimetra frá andliti mínu og öskraði á mig niðrandi blótsyrði, þar á meðal hóru og öskraði á mig: „Engum líkar við þig,““ hélt hún fram. „Aaron greip ítrekað fast í vinstri handlegg minn á árásargjarnan hátt. Ég sagði Aaron ítrekað að hann þyrfti að halda sig frá mér og að hann ætlaði að meiða mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela