fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði

Fókus
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 07:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez hét því að vera hætt við hjónaband eftir að hafa gift sig fjórum sinnum og skilið jafnoft.

Á tónleikaferðalagi sínu Up All Night um Evrópu virtist söngkonan vera að svara aðdáendum sem héldu á skiltum sem á stóð: „J Lo, giftast mér?“

„Ég held að ég sé hætt þessu,“ segir Lopez í gríni samkvæmt myndbandi frá tónleikunum „Ég hef reynt þetta nokkrum sinnum.“

Lopez, sem er 55 ára, var fyrst gift leikaranum Ojani Noa, sem er 51 árs, frá 1997 til 1998.

Árið 2001 giftist hún Cris Judd, 55 ára, en þau skildu árið 2003.

Lengsta hjónaband hennar var tíu ára hjónaband hennar við söngvarann Marc Anthony, 56 ára, frá 2004 til 2014, sem hún á 17 ára tvíbura með. Anthony er einnig fjórgiftur, en núverandi eiginkona hans er Nadia Ferreira, 26 ára.

Lopez giftist fjórða eiginmanni sínum, Ben Affleck, 52 ára, árið 2022, eftir að hafa slitið fyrstu trúlofun sinni við hann árið 2004. Þau skildu í ágúst 2024 eftir að þau höfðu verið aðskilin síðan það vor.

Þau gengu frá skilnaðinum í janúar, en hafa átt í vandræðum með að selja 68 milljóna dala hús sitt í Los Angeles, sem þau hafa síðan tekið af markaði.

Lopez var einnigr trúlofuð hafnaboltastjörnunni Alex Rodriguez og samband þeirra stóð frá 2017 til 2021. Hún var einnig í sambandi við Sean „Diddy“ Combs frá 1999 til 2001, Casper Smart af og til frá 2012 til 2016 og Drake stuttlega árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu