fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Daði tilnefndur til EMMY-verðlauna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 19:30

Daði Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði Einarsson er tilnefndur ásamt samstarfsfélögum sínum til EMMY-verðlauna fyrir tæknibrellur í þáttaröð eða kvikmynd fyrir þættina House Of The Dragon. 

Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Verðlaunahátíðin fer fram í 77. sinn sunnudaginn 14. september í Peacock Theater í Los Angeles og sýnd á CBS sjónvarpsstöðinni. Aðalkynnir er grínistinn Nate Bargatze.

Sjá einnig: Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar

Þáttaröðin fær alls sex tilnefningar í verðlaunaflokki fyrir skapandi listir (e. the Creative Arts awards):

  • Framúrskarandi búningar í fantasíu/vísindaskáldskap – Þátturinn The Burning Mill
  • Framúrskarandi hárgreiðsla í tíma- eða fantasíu-/vísindaskáldskap – Þátturinn Smallfolk
  • Framúrskarandi förðun í tíma- eða fantasíu-/vísindaskáldskap (án gervis) – Þátturinn The Red Dragon and the Gold
  • Framúrskarandi förðun með gervi – Þátturinn The Red Sowing
  • Framúrskarandi titilhönnun
  • Framúrskarandi tæknibrellur í þáttaröð eða kvikmynd

Daði vann EMMY- verðlaunin árið 2002 fyrir myndbrellur í myndinni Dino Topia, sem var á þeim tíma umfangsmesta sjónvarpsefni sem HBO hafði framleitt. 

Árið 2022 var hann tilnefndur til verðlaunanna ásamt Matthíasi Bjarnasyni og teymi þeirra fyrir tæknibrellur í þáttunum The Witcher.

Daði hlaut árið 2022 BAFTA-verðlaun ásamt teymi sínu í flokki „Special, Visual & Graphic effects“, ásamt teymi sínu, fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. BAFTA-verðlaunin eru veitt árlega, bæði í flokki kvikmynda og sjónvarpsþátta, af bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni.

Í erlendum miðlum er talað um að EMMY hafi snuðað þáttaröðina um tilnefningar og segja að í fyrsta sinn í 14 ára sögu Game of Thrones sé gengið fram hjá tilnefningu í flokknum Besta dramaþáttaröðin. Game Of Thrones þáttaröðin, sem sýnd var á árunum 2011 til 2019, telur alls 73 þætti í átta þáttaröðum. Þáttaröðin er ein sú sigursælasta í sögu EMMY með 59 verðlaun af 164 tilnefningum, flestum í flokki dramaþátta.

House Of The Dragon er framhaldsþáttaröð, sem hóf sýningar 2021 og telur hún 18 þætti í tveimur þáttaröðum. Sögusvið þáttanna gerist á undan sögusviði Game Of Thrones. Þegar er búið að tilkynna um framleiðslu þriðju þáttaraðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum