fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fókus

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. júlí 2025 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og fyrrum Forseti Íslands, mælir með Þorskasögu.

Í kvöld fór ég á aldeilis frábæran söngleik, Þorskasögu. Þar er farið yfir sögu þorskastríðanna á skemmtilegan og fjörlegan máta. Höfundar söngleiksins höfðu samband við mig á sínum tíma og nú sá ég loksins hversu vel þeim tókst til – auk allra hinna sem að verkinu standa, leikurum og söngvurum á sviðinu og öllum hinum. Enn eru nokkrar sýningar eftir í Háskólabíói og ég hvet fólk til að mæta á þessa flottu sýningu. Takk fyrir mig!

Það er hópurinn Aftur á móti sem stendur að söngleiknum. Höfundar eru Hafsteinn Níelsson og Ólíver Þorsteinsson, Hafsteinn sér einnig um leikstjórn og dramatúrg er Kristinn Óli (Króli) Haraldsson.

ÞORSKASAGA er splunkunýr söngleikur upp úr þorskastríðunum þar sem þorskarnir fá loksins að segja söguna.

Sigur Íslendinga í þorskastríðunum fer að eiga 50 ára afmæli. Að gefnu tilefni bjóða gellurnar UGGA, RÁK, SPORÐA, LÝSA og HROGNHILDUR íslendinga, unga sem aldna, velkomna á hafsbotninn. Þar og aðeins þar verður þessi mikilvæga saga gerð upp … með söng og stæl.

Sjáumst á sjó og áfram Ísland.

Leikkonur eru Gúa Margrét Bjarnadóttir, Hildur Kaldalóns Björnsdóttir, Katla Þórudóttir Njálsdóttir, Salka Gústafsdóttir og Sólbjört Sigurðardóttir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðalegt klúður Katie Holmes á Instagram

Vandræðalegt klúður Katie Holmes á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnandinn Jón Viðar segir íslensku þjóðina sárlega þurfa á þessu að halda

Gagnrýnandinn Jón Viðar segir íslensku þjóðina sárlega þurfa á þessu að halda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Ragga Holm og Elma trúlofaðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Forvitinn nágranni kom upp um eiginmann minn“

„Forvitinn nágranni kom upp um eiginmann minn“