Fyrrverandi eiginkona Cruise, leikkonan Katie Holmes, virðist hafa gert smá mistök á Instagram, en hún líkaði óvart við færslu um meint ástarsamband Cruise og Armas. Holmes tók „lækið“ til baka en ekki áður en glöggir netverjar voru búnir að taka eftir því og taka skjáskot. People greinir frá.
Holmes sótti um skilnað frá Cruise í júní 2012 eftir sex ára hjónaband. Þau eiga saman dóttur, Suri, 19 ára, en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er Cruise í engu sambandi við hana.