fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Fókus
Föstudaginn 11. júlí 2025 12:44

Mynd/FB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir segir frá fórnarlambi mansals sem hún kynntist hér á landi fyrir um 26 árum. Hún segir þessa sögu í tilefni nýlegra lögregluaðgerða þar sem fundust 36 hugsanlegir þolendur mansals.

Í byrjun júní tóku íslensk lögregluyfirvöld þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali. Aðgerðirnar, undir heitinu Global Chain, náðu til 43 landa þar sem sjónum var beint að mansali með sérstaka áherslu á kynferðislega hagnýtingu (vændi), þvingaða brotastarfsemi og betl. Hér á landi var farið á þriðja tug staða/heimila og athugað með um 250 manns. 36 af þeim voru taldir hugsanlegir þolendur mansals og var öllum boðin viðeigandi aðstoð. Langflestir voru frá Rúmeníu og konur í miklum meirihluta, eða 32. Af hugsanlegum þolendum mansals seldu 34 sig í vændi, en fólkið er á aldrinum 19-54 ára. Umrædda daga voru enn fremur greind 215 flug með tilliti til hugsanlegra fórnarlamba mansals og brotamanna.

„Svo ótrúlega hörmulegt að þetta sé bara til fólk sem selur annað fólk,“ segir Þórunn Antonía í einlægum pistli á Facebook.

„Mansal hefur verið mér afar hugleikið frá því ég kynntist ungri stelpu sem kom inn í söngleik sem var settur upp í Tjarnarbíó þegar ég var 16 ára og fór þar með hlutverk. Þessi stúlka vann sem erótískur dansari á Óðal. Hún sagðist vera 18 ára en hún hefði getað verið 15-16 eins og ég.

Hún treysti mér fyrir því að hún væri ekki á Íslandi af fúsum og frjálsum vilja, „gift“ eldri manni og greinilega að vinna sem dansari og fleira gegn sínum vilja.“

Söngkonan segir að þetta hafi mótað skoðanir hennar. „Og djúpa samkennd fyrir þeim einstaklingum sem birtast í klámi og vinna við kynlífsiðnað með sinn líkama sem söluvöru,“ segir hún.

„Ég er glöð að það sé verið að taka harðar á þessum málum og ég vona að þessar manneskjur fái viðeigandi aðhlynningu og hjálp en ég efast um að það sé nokkurn tímann hægt að jafna sig eftir að hafa verið neyddur í að láta nauðga sér óteljandi sinnum.“

„Varðandi alla aumingjana sem kaupa sér aðgang að líkama kvenna ættu allir sem einn að fá á sig kæru fyrir nauðgun, frelsissviptingu og líkamsárás. Að það sé eftirspurn fyrir því að kaupa manneskjur er rótin. Ekki vera lægsta form af manneskju með að stuðla að því,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum