Á dögunum hafa Brady og Vergara verið í fréttum vestanhafs eftir að þau eyddu tíma saman yfir kvöldverði á snekkjunni Luminara. Heimildir Page Six herma að Brady hafi beðið um að sitja við hliðina á Vergara.
Þau sáust síðan aftur saman á fimmtudaginn í Ibiza, Spáni, en þar fagnaði leikkonan 53 ára afmæli.
DailyMail greindi frá því í gær að Brady hefði engan áhuga á Vergara því honum finnst „hún of gömul.“
Talsmaður Brady segir það ekki rétt. „Tom sagði þetta aldrei og myndi aldrei segja nokkuð svona, þetta er algjört bull,“ sagði hann í samtali við People.
Tom Brady var áður giftur ofurfyrirsætunni Gisele Bündchen. Þau skildu árið 2022 eftir 13 ára hjónaband og eiga saman tvö börn.
Sjá einnig: Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni