fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fókus

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Fókus
Föstudaginn 11. júlí 2025 22:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífsráðgjafinn Esther Perel segir að það sé algengur misskilningur að fólk haldi framhjá eingöngu vegna losta, þarfar fyrir viðurkenningu eða hefur drukkið aðeins of mikið.

Esther á 45 ára starfsferil að baki og segir að ein meginástæðan fyrir því að fólk heldur framhjá er því sambandið þeirra er „tilfinningalega dautt.“

Í viðtali við The Telegraph segir Esther að þessi „tilfinningalega deyfð“ sé oft orsök framhjáhalds, eða það sem kemur því af stað.

Esther er 66 ára og höfundur metsölubókarinnar Mating In Captivity: Unlocking Erotic Intelligence og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Where Should We Begin?. Hún segir að framhjáhald hafi fylgt hjónabandinu allt frá upphafi þess.

Margar ástæður en þetta er sú helsta

Esther segir að það séu margar ástæður fyrir framhjáhaldi, þar á meðal höfnun, svik, einmanaleiki og tengslaleysi.

„En stundum tengjast ástæðurnar lítið sambandinu, heldur því sem er að gerast innra með fólki.“

En Esther leggur áherslu á að það sem vegur þyngst er tilfinningin um „dauða“ í sambandinu. Þar sem ástríða, áhugi og spenna hafa dofnað. Hún segir að þessi sambönd séu þó ekki dauðadæmd, heldur sé lausnin að endurvekja neistann, vekja forvitni og kanna hvort annað.

Hún hvetur pör til að ræða saman frekar en að festast í þægilegri rútínu. Hún segir algengt að pör upplifi ástríðuna dvína þegar daglegt amstur tekur yfir sambandið, en það sé hægt að halda henni lifandi með því að prófa eitthvað nýtt, eins og nýjan mat, segja hvort öðru sögur, búa til nýjar rútínur eða taka áhættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Ragga Holm og Elma trúlofaðar
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Forvitinn nágranni kom upp um eiginmann minn“

„Forvitinn nágranni kom upp um eiginmann minn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta einfalda atriði getur haft áhrif á fitutap – og kostar ekkert

Þetta einfalda atriði getur haft áhrif á fitutap – og kostar ekkert
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttirin birti óræð skilaboð um eitruð sambönd degi áður en skilnaðurinn var gerður opinber

Dóttirin birti óræð skilaboð um eitruð sambönd degi áður en skilnaðurinn var gerður opinber
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærasta Þórdísar Elvu er heimsfræg kanadísk poppstjarna

Kærasta Þórdísar Elvu er heimsfræg kanadísk poppstjarna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber sveittur í afeitrun

Justin Bieber sveittur í afeitrun