Michelle fannst látin, aðeins 39 ára, í íbúð sinni í New York í febrúar. Hún var hvað þekktust fyrir að leika í vinsælu sjónvarpsþáttunum Gossip Girl og Buffy the Vamipre Slayer.
Þetta er í fyrsta sinn sem Jay tjáir sig um fráfall leikkonunnar opinberlega, en hann gerði það í lokaðri færslu á Instagram í vikunni. Hann sagði ekki mikið en hann sagðist ekki vera tilbúinn strax til að tala um Michelle en hann myndi gera það bráðlega.
„Michelle var elskuð af svo mörgum,“ sagði hann.
Hann sagðist einnig vera þakklátur fyrir allt fólkið í lífi sínu sem hefur hjálpað honum á þessum erfiða tíma.
Jay og Michelle byrjuðu saman árið 2020.
Leikkonan lést af náttúrulegum orsökum. Hún glímdi við sykursýki og staðfesti skrifstofa réttameinafræðings New York að hún lést af völdum fylgikvilla sykursýkis.