fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fókus

Segir bandaríska ferðamenn forðast þessa staði á Íslandi – „Viðvörun!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 10:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski ferðamaðurinn og tónlistarmaðurinn AJ er staddur á Íslandi og ræddi um sundlaugamenningu landsmanna í myndbandi á TikTok.

„Þetta er kannski umdeilt, en mér er alveg sama. Ég er staddur í Reykjavík og það er mikið af bandarískum ferðamönnum hérna,“ segir hann.

„Ég vil hafa eitt á hreinu, Bandaríkjamenn eru æði, frábærir en bandarískir ferðamenn…“

Hann segist meðvitaður um að breskir ferðamenn séu ekkert mikið skárri, en hann sé með ráð til að njóta alvöru íslenskrar menningar án þess að þurfa að umgangast bandaríska ferðamenn.

AJ nefnir sundlaugar, ekki lónin heldur ekta íslenskar sundlaugar sem landsmenn stunda.

Reglur um þrifnað

„Á Íslandi eru reglur um hversu mikið klór má setja út í sundlaugar, til að passa að það skaði ekki gesti,“ segir hann.

„Það eru mjög strangar reglur um að allir þurfa að þrífa sér áður en þeir fara ofan í laugina.“ Hann nefnir skiltin sem hanga í öllum sturtuklefum.

„Hér kemur það sem Bandaríkjamönnum á eftir að mislíka, þú verður að vera alveg nakinn þegar þú þrífur þig og það eru baðverðir í sturtuklefunum til að passa að þú sért að fylgja reglunum,“ segir hann.

„Eitt sem mér fannst frekar fyndið þegar ég var að skoða á netinu staði á Íslandi til að heimsækja, er að fullt af Bandaríkjamönnum voru búnir að skrifa umsagnir við sundlaugarnar um þetta: „Viðvörun!“ Þannig ef þú ert kominn með nóg að heyra í bandarískum ferðamönnum á Laugaveginum og vilt frekar blanda geði með landsmönnum; farðu þá í sund, klæddu þig úr öllu og þrífðu þig vel og vandlega og farðu ofan í pottinn.“

@ajthiswayThis is the Iceland travel advice you’ve been looking for I promise – let’s talk about the pools… and the showers!

♬ original sound – AJ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ozempic breytti lífi mínu – En svo sagði eiginmaður minn orðin sex sem engin kona vill heyra“

„Ozempic breytti lífi mínu – En svo sagði eiginmaður minn orðin sex sem engin kona vill heyra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandarísk kona hneyksluð eftir heimsókn í íslenska verslun: „Af hverju horfði hún á mig eins og ég hefði beðið um heróín?“

Bandarísk kona hneyksluð eftir heimsókn í íslenska verslun: „Af hverju horfði hún á mig eins og ég hefði beðið um heróín?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig