„Þetta er kannski umdeilt, en mér er alveg sama. Ég er staddur í Reykjavík og það er mikið af bandarískum ferðamönnum hérna,“ segir hann.
„Ég vil hafa eitt á hreinu, Bandaríkjamenn eru æði, frábærir en bandarískir ferðamenn…“
Hann segist meðvitaður um að breskir ferðamenn séu ekkert mikið skárri, en hann sé með ráð til að njóta alvöru íslenskrar menningar án þess að þurfa að umgangast bandaríska ferðamenn.
AJ nefnir sundlaugar, ekki lónin heldur ekta íslenskar sundlaugar sem landsmenn stunda.
„Á Íslandi eru reglur um hversu mikið klór má setja út í sundlaugar, til að passa að það skaði ekki gesti,“ segir hann.
„Það eru mjög strangar reglur um að allir þurfa að þrífa sér áður en þeir fara ofan í laugina.“ Hann nefnir skiltin sem hanga í öllum sturtuklefum.
„Hér kemur það sem Bandaríkjamönnum á eftir að mislíka, þú verður að vera alveg nakinn þegar þú þrífur þig og það eru baðverðir í sturtuklefunum til að passa að þú sért að fylgja reglunum,“ segir hann.
„Eitt sem mér fannst frekar fyndið þegar ég var að skoða á netinu staði á Íslandi til að heimsækja, er að fullt af Bandaríkjamönnum voru búnir að skrifa umsagnir við sundlaugarnar um þetta: „Viðvörun!“ Þannig ef þú ert kominn með nóg að heyra í bandarískum ferðamönnum á Laugaveginum og vilt frekar blanda geði með landsmönnum; farðu þá í sund, klæddu þig úr öllu og þrífðu þig vel og vandlega og farðu ofan í pottinn.“
@ajthiswayThis is the Iceland travel advice you’ve been looking for I promise – let’s talk about the pools… and the showers!