fbpx
Mánudagur 23.júní 2025
Fókus

ClubDub fær ekki að spila á þjóðhátíð – Forsendur samnings brostnar

Fókus
Laugardaginn 7. júní 2025 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ClubDub mun ekki koma fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár líkt og til stóð. Vísir greinir frá og vitnar í Jónas Guðbjörn Jónsson, formann þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sem segir að samningur við ClubDub hafi byggst á því að hljómsveitin væri skipuð þeim Brynjari Barkarsyni og Aroni Kristni Jónassyni. Nú hafi Aron Kristinn hætt í hljómsveitinni og forsendur samningsins því brostnar.

Brynjar hafði ætlað sér að byrja með raunveruleikaþætti til að finna arftaka Arons. Síðan myndi arftakinn stíga á stokk með Brynjari á þjóðhátíð undir merkjum ClubDub.

Jónas segir að það sé ekki í boði að skipta Aroni út. Samningur hafi verið gerður við bæði Brynjar og Aron, sá samningur sé nú brostinn og muni þjóðhátíðanefnd finna annan flytjanda í staðinn.

Brynjar hefur verið umdeildur undanfarið eftir að hann lét á sér kveða í umræðunni um landamæri Íslands og útlendingamál. Meðal annars flutti hann ræðu á mótmælafundi á Austurvelli þar sem hann sagði íslam vera ógn við lýðræðið á Íslandi og hélt því fram að kommúnískir glóbalistar væru að reyna að taka völdin í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skellur fyrir Blake Lively og Taylor Swift – Leikarinn fær að hnýsast í einkaskilaboð þeirra

Skellur fyrir Blake Lively og Taylor Swift – Leikarinn fær að hnýsast í einkaskilaboð þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarnan rokkar í agnarsmáu eldrauðu bikiní

Samfélagsmiðlastjarnan rokkar í agnarsmáu eldrauðu bikiní
Fókus
Fyrir 6 dögum

Slær í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hann heilsar holum landsins

Slær í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hann heilsar holum landsins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leyfðu Bandaríkin árásinni á Pearl Harbor að eiga sér stað?

Leyfðu Bandaríkin árásinni á Pearl Harbor að eiga sér stað?
Fókus
Fyrir 1 viku

Þekkt leikkona þóttist vera 12 ára stúlka og leiddi níðinga í gildru

Þekkt leikkona þóttist vera 12 ára stúlka og leiddi níðinga í gildru
Fókus
Fyrir 1 viku

Færeyingur er með mikilvæga spurningu til Íslendinga

Færeyingur er með mikilvæga spurningu til Íslendinga