fbpx
Mánudagur 23.júní 2025
Fókus

Varpaði ljósi á sturlaða hegðun Diddy: „Ég fæ martraðir út af þessu og átti það til að öskra reglulega upp úr svefni“

Fókus
Fimmtudaginn 5. júní 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryana Bongolan, sem starfaði meðal annars sem grafískur hönnuður fyrir bandaríska rapparann Sean „Diddy“ Combs, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum í New York í gær.

Réttarhöld hófust yfir Diddy um miðjan maí en hann hefur meðal annars verið ákærður fyrir mansal, kynlífsþrælkun og fjárkúgun.

Í réttarhöldunum hefur ýmislegt komið fram um sturlaða hegðun rapparans og hafði Bryana, sem er vinkona Cassie Ventura, fyrrverandi kærustu Diddy, sína sögu að segja af honum.

Ein sagan sneri af því þegar hún var sofandi á sófa í íbúð Ventura í september 2016 þegar Diddy mætti á svæðið. Hún kveðst hafa farið út á svalir til að athuga hvort þar væri marijúana og Diddy hafi farið á eftir henni.

Lýsti hún því að rapparinn hafi gripið í hana, lyft henni upp og haldið henni yfir svalahandriðinu. Eðli málsins samkvæmt óttaðist Bryana um líf sitt en umrædd íbúð var á 17. hæð í fjölbýlishúsi. Sagði hún að Diddy hafi haldið henni í 10 til 15 sekúndur yfir handriðinu áður en hann dró hana aftur inn á svalirnar.

„Ég fæ martraðir út af þessu og átti það til að öskra reglulega upp úr svefni. Það hefur lagast aðeins,“ sagði hún um atvikið fyrir níu árum. Verjendur Diddy sögðu aftur á móti að þetta hefði aldrei gerst, Bryana hefði verið á kafi í eiturlyfjum á þessum tíma og ekki væri mark á henni takandi.

Bryana lýsti svo öðru atviki frá sama ári þegar hún var viðstödd myndatöku sem hann fór í. Segir hún að Diddy hafi læðst upp að henni og hvíslað að henni eftirfarandi: „Ég er djöfullinn, ég get drepið þig“. Aðspurð hvernig henni hafi liðið við að heyra þessi orð sagði hún: „Ég var undir áhrifum kókaíns og með mikið sjálfstraust en áhrifin voru fljót að hverfa,“ sagði hún.

Réttarhöldin yfir Diddy hófust snemma í maí og er talið að þau muni taka í það heila allt að átta vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Secret Solstice gengur í endurnýjun lífdaga – Alþjóðleg sólmyrkvahátið 2026

Secret Solstice gengur í endurnýjun lífdaga – Alþjóðleg sólmyrkvahátið 2026
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skellur fyrir Blake Lively og Taylor Swift – Leikarinn fær að hnýsast í einkaskilaboð þeirra

Skellur fyrir Blake Lively og Taylor Swift – Leikarinn fær að hnýsast í einkaskilaboð þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rannsókn bendir til þess að þetta vinsæla heilsuráð geti verið fitandi

Rannsókn bendir til þess að þetta vinsæla heilsuráð geti verið fitandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór á veitingastað Jeremy Clarkson og var ekki hrifinn

Fór á veitingastað Jeremy Clarkson og var ekki hrifinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn er sjötugur og barn átta á leiðinni

Stórleikarinn er sjötugur og barn átta á leiðinni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Slær í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hann heilsar holum landsins

Slær í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hann heilsar holum landsins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir Bruce Willis með tilfinningaþrungna færslu um ástand hans

Dóttir Bruce Willis með tilfinningaþrungna færslu um ástand hans
Fókus
Fyrir 1 viku

Þekkt leikkona þóttist vera 12 ára stúlka og leiddi níðinga í gildru

Þekkt leikkona þóttist vera 12 ára stúlka og leiddi níðinga í gildru