fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Fókus

Stórleikarinn óþekkjanlegur við tökur – Deilur á tökustað vegna níðs og nektar

Fókus
Miðvikudaginn 4. júní 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Nicolas Cage er nær óþekkjanlegur við tökur á kvikmyndinni Madden. Cage leikur þar John Madden, fyrrverandi þjálfara Oakland Raiders, og á myndum sem teknar eru á setti í Atlanta á mánudag má sjá Cage ganga um í bláum íþróttagalla, hvítum íþróttaskóm og með sítt hár.

Christian Bale leikur Al Davis, eiganda Oakland Raiders, og John Mulaney leikur viðskiptamanninn og stofnanda Electronic Arts, Trip Hawkins. David O. Russell er leikstjóri.

TMZ greindi frá því að einn leikari, sem ekki hefur verið nafngreindur, hafi hætt við hlutverk sitt tveimur vikum eftir að tökur hófust eftir að leikstjórinn notaði niðrandi kynþáttaorð við leikararann, nigger eða svertingi. Nokkrir leikarar og starfsfólk tjáðu sig um ásakanirnar og sögðu TMZ að Russel hefði sagt orðið á meðan hann vann að einræðu við leikarann.

Heimildamenn innan Amazon Studios héldu því fram að það hefði verið hugmynd leikarans að nota niðrandi orð í handritinu, en Russell hefði hins vegar notað orðið utan töku. Umræddur leikari mun einnig hafa átt að koma fram nakinn í búningsklefanum í einu atriða myndarinnar, fannst honum það óþægilegt þrátt fyrir vinnu með nándarþjálfa, og að lokum mun Russell hafa sagt leikaranum að hann þyrfti ekki að leika í nektarsenunni. Að sögn mun Russell hafa tjáð sig í því tilviki við leikarann með ófagmannlegum hætti. Viðræður munu þó vera í gangi og mögulega mun ónefndi leikarinn snúa aftur í hlutverkið.

Russell hefur verið í fréttum vegna deilna á tökustað. Árið 2000 hélt George Clooney því fram að Russell hefði öskrað á fólk „allan daginn, frá fyrsta degi“ á tökustað stríðsmyndarinnar Three Kings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi kærastan rýfur loksins þögnina um framhjáhaldsorðróminn – „Ég var niðurbrotin“

Fyrrverandi kærastan rýfur loksins þögnina um framhjáhaldsorðróminn – „Ég var niðurbrotin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka gekk út í myrkrið og sást aldrei aftur – Hvaðan kom dularfulla bókin?

9 ára stúlka gekk út í myrkrið og sást aldrei aftur – Hvaðan kom dularfulla bókin?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Justin Timberlake hafður að háði og spotti: Myndbandið sem varð til þess að aðdáendur vilja að hann fari á eftirlaun

Justin Timberlake hafður að háði og spotti: Myndbandið sem varð til þess að aðdáendur vilja að hann fari á eftirlaun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“