fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Diddy sagður hafa greitt öryggisverði milljónir svo myndbandið færi aldrei í dreifingu

Fókus
Miðvikudaginn 4. júní 2025 13:30

Diddy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs reyndi allt hvað hann gat að koma í veg fyrir að myndband af líkamsárás hans gegn Cassie Ventura liti dagsins ljós.

Réttarhöld hófust yfir Diddy um miðjan maí en hann hefur meðal annars verið ákærður fyrir mansal, kynlífsþrælkun og fjárkúgun. Árið 2016 réðst Diddy með fólskulegum hætti á þáverandi kærustu sína, Cassie Ventura, á hóteli í Los Angeles.

Myndband af árásinni var fyrst gert opinbert í maí 2024 þegar CNN birti brot úr því.

Skjáskot/YouTube

Eddie Garcia, öryggisvörður á umræddu hóteli, lýsti því fyrir dómi í vikunni að Diddy hefði greitt honum 100 þúsund Bandaríkjadali, 12,7 milljónir króna á núverandi gengi, fyrir myndbandið. Mun honum hafa verið lofað því að aðeins eitt eintak af upptökunni væri til.

Eddie lýsti því fyrir dómi að í fyrstu hefði hann hafnað tilboðinu en sagst ætla að ræða málið við yfirmenn sína. Þeir hefðu samþykkt að láta Diddy fá myndbandið fyrir 50 þúsund dollara.

Þegar Diddy mætti á hótelið til að fá upptökuna hafi Diddy rétt honum umslag sem innihélt 100 þúsund dollara, tvöfalda þá upphæð sem búið var að semja um, og ráðlagt Garcia að ráðast ekki í neinar stórar fjárfestingar. Sagðist Garcia hafa haldið eftir 30 þúsund dollurum en látið yfirmenn sína fá afganginn.

Garcia lýsti því svo einnig að Diddy hefði látið Ventura sjálfa ræða við hann í gegnum FaceTime þar sem hún lýsti því sjálf yfir að hún vildi ekki að myndbandið færi í dreifingu. „Hún sagðist vera að leika í mynd og það væri mjög óheppilegt fyrir hana ef myndbandið myndi birtast.“

Óvíst er hvað varð til þess að myndbandið fór í opinbera dreifingu í fyrra eða hvernig CNN komst yfir upptökuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“