fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar

Fókus
Miðvikudaginn 11. júní 2025 12:30

Drífa Snædal og Þorsteinn V. Einarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson biður Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, afsökunar í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Tveir Kallar sem hann heldur úti ásamt Hauki Bragasyni.

Þeir voru að tala um hrútskýringar þegar eitt sérlega pínlegt atvik rifjaðist upp fyrir Þorsteini.

Hrútskýring er íslensk þýðing á enska hugtakinu „mansplaining“, sem vísar í grófum dráttum til þess þegar karlmaður útskýrir hluti fyrir konu á yfirlætislegan og lítillækkandi máta, gjarnan hluti sem konan veit þó meira um en karlmaðurinn.

„Þetta eru kannski sirka níu ár síðan þar sem að ég er í samtali við konu um […] verkalýðsmál og […] vinnumarkað og eitthvað og þetta tengdist einhverri kosningabaráttu og eitthvað og þarna er einhver kona og hún er svona, ég man ekki af hverju en ég fer að útskýra fyrir henni eitthvað,“ segir Þorsteinn.

Hann hafði á þeim tíma verið í stjórn starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og starfað sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar en hafi þó vitað lítið um þessi mál sem voru til umræðu.

„En talaði samt þannig við þessa konu. Ég talaði með yfirlætislegum hætti og svona af óþægilega miklu sjálfsöryggi án þess að eiga fyrir því innistæðu,“ segir hann hreinskilnislega.

Þorsteinn segist ekki vita hvort hann hafi verið að reyna að sanna eða sýna sig, en þetta hafi komið í bakið á honum.

„Hún segir eitthvað á móti og fer að tala um miklu flóknari hluti og ég svona: Úff, ó… Voðalega veit hún mikið um þetta. Já, já einmitt. Og ég var eitthvað pínulítill í mér,“ segir hann hlæjandi.

Hann komst þá að því að konan var framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, hún Drífa Snædal. Stuttu síðar varð hún forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og í dag er hún talskona Stígamóta.

Þorsteinn og Haukur velta fyrir sér hvað Þorsteinn þóttist eiginlega ætla að kenna Drífu, sem er algjör reynslubolti á þessu sviði. „Sorrí Drífa,“ segir hann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tveir kallar (@tveirkallar)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“