fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fókus

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 20. maí 2025 20:47

Norm var einn vinsælasti karakterinn í Staupasteini.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn George Wendt er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést friðsamlega í svefni á heimili sínu í nótt.

TMZ greinir frá þessu.

Wendt lék bæði í kvikmyndum og þáttum á ferli sínum og var aðallega þekktur fyrir gamanleik. Á meðal kvikmynda sem hann lék í má nefna Airplane II, No Small Affair, Fletch og Spice World.

Hann er þó óneitanlega þekktastur fyrir að leika barfluguna Norm Peterson í þáttunum um Staupastein, það er Cheers. Alls lék hann í þáttunum í 11 ár, frá 1982 til 1993. Eftir það fékk hann sinn eigin gamanþátt, The George Wendt Show, sem var hins vegar skammlífur.

Wendt var giftur Bernadette Birkett og áttu þau þrjú börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Afhjúpar 30 ára fjölskylduleyndarmál – Erfitt „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi“

Afhjúpar 30 ára fjölskylduleyndarmál – Erfitt „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi“
Fókus
Í gær

Jónas hraunar yfir kórtónleika í Hörpu: „Maður gat ekki betur séð en að þetta væru náttbuxur úr Joe Boxer“

Jónas hraunar yfir kórtónleika í Hörpu: „Maður gat ekki betur séð en að þetta væru náttbuxur úr Joe Boxer“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bikiníkjóll Mel B vekur athygli

Bikiníkjóll Mel B vekur athygli
Fókus
Fyrir 4 dögum

VÆB bræður sömdu nýtt lag og spiluðu fyrir æsta aðdáendur tveimur tímum síðar – Sjáðu myndbandið

VÆB bræður sömdu nýtt lag og spiluðu fyrir æsta aðdáendur tveimur tímum síðar – Sjáðu myndbandið