Leikarinn George Wendt er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést friðsamlega í svefni á heimili sínu í nótt.
TMZ greinir frá þessu.
Wendt lék bæði í kvikmyndum og þáttum á ferli sínum og var aðallega þekktur fyrir gamanleik. Á meðal kvikmynda sem hann lék í má nefna Airplane II, No Small Affair, Fletch og Spice World.
Hann er þó óneitanlega þekktastur fyrir að leika barfluguna Norm Peterson í þáttunum um Staupastein, það er Cheers. Alls lék hann í þáttunum í 11 ár, frá 1982 til 1993. Eftir það fékk hann sinn eigin gamanþátt, The George Wendt Show, sem var hins vegar skammlífur.
Wendt var giftur Bernadette Birkett og áttu þau þrjú börn.