fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“

Fókus
Föstudaginn 2. maí 2025 08:51

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Notendur þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic hafa verið að glíma við hvimleiðar aukaverkanir, eins og það sem hefur verið kallað „Ozempic andlitið“ og „Ozempic rassinn.“

En nú vara sérfræðingar við nýrri aukaverkun sem hefur verið að koma í ljós sem hefur fengið viðurnefnið „Ozempic munnurinn.“

Tímaritið Hello greinir frá þessu og segir að tannlæknar hafa miklar áhyggjur af hvaða áhrif þyngdarstjórnunarlyf sem tilheyra flokki glúkagonlík-peptíð-1 (GLP1), eins og Ozempic, Wegovy og Mounjaro, hafa á tannheilsu sjúklinga.

Það hefur líka aukist að fólk sé að leita upplýsinga um „Ozempic + tennur“ á Google, það hefur allt að hækkað um 200 prósent síðustu vikuna.

Sjá einnig: Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Tannlæknirinn Dr. Sofina Ahmed ræddi við tímaritið um málið og sagði að notendur lyfjanna þyrftu að vera á varðbergi.

Mynd/Pexels

Hvað er Ozempic munnur?

„Ozempic munnur“ er óformlegt heiti yfir þau tannheilbrigðisvandamál sem koma upp hjá notendum lyfjanna. Algengustu vandamál eru munnþurrkur, aukin viðkvæmni í tönnum, munnangur, tannholdssig, andlitsvöðvatap og sjáanleg öldrunareinkenni í kringum munn, sem breytir brosi einstaklingsins.

„Þetta getur komið flatt upp á sjúklinga,“ segir tannlæknirinn.

„Þeir eru að einblína á þyngdartap og átta sig ekki á því hvað þetta getur haft mikil áhrif á tannheilsu. En munnvatn, hversu oft og mikið þú tyggur og hormónajafnvægi gegnir allt mikilvægu hlutverki við að viðhalda heilbrigðu brosi.“

Mynd/Getty Images

En hvernig skal forðast þetta vandamál?

Dr. Ahmed hvetur fólk til að drekka nóg af vatni reglulega yfir daginn. „Jafnvel þó þú finnir ekki fyrir þorsta,“ segir hún og nefnir nokkur atriði til viðbótar:

Örva munnvatn, eins og að sjúga sykurlausa myntu eða vera með sykurlaust tyggjó getur hjálpað til við að auka munnvatnsframleiðslu náttúrulega.

Nota tannkrem með 1350-1500 ppm af flúor.

Forðast mjög súrt eða sykrað snarl, borða frekar ávexti og grænmeti, eins og epli og sellerí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“