Íslenska tónlistarkonan Laufey mun koma fram á nýrri dúettaplötu bandarísku söngkonunnar Barbra Streinsand. Á plötunni syngja einnig stórstjörnur á borð við Paul McCartney og Bob Dylan.
Platan er önnur dúettaplata Streisand í seríunni Partners en fyrri platan kom út árið 2014. Streisand, sem hefur meðal annars unnið 10 Grammy verðaun og 2 Óskarsverðlaun, er nú orðin 83 ára gömul en langt frá því dauð úr öllum æðum.
Lagið sem Streisand og Laufey syngja saman kallast Letter to My 13 Year Old Self og er af nýjustu plötu Laufeyjar, Bewitched, sem kom út árið 2013.
Aðrir listamenn sem syngja með Streisand á plötunni eru Paul McCartney, Bob Dylan, Sting, Ariana Grande, Mariah Carey, Hozier, Sam Smith, Tim McGraw, James Taylor, Josh Groban og Seal.
„Ég hef ávallt elskað það að syngja dúetta með hæfileikaríkum listamönnum,“ sagði Streisand í tilefni af útgáfu plötunnar. „Þeir veita mér innblástur á einstakan og ólíkan hátt… og gera tímann í hljóðverinu svo skemmtilegan.“