fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Laufey í hópi með Paul McCartney og Bob Dylan á nýrri dúettaplötu Barbra Streisand

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 1. maí 2025 17:30

Laufey og Barbra Streisand sameina krafta sína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska tónlistarkonan Laufey mun koma fram á nýrri dúettaplötu bandarísku söngkonunnar Barbra Streinsand. Á plötunni syngja einnig stórstjörnur á borð við Paul McCartney og Bob Dylan.

Platan er önnur dúettaplata Streisand í seríunni Partners en fyrri platan kom út árið 2014. Streisand, sem hefur meðal annars unnið 10 Grammy verðaun og 2 Óskarsverðlaun, er nú orðin 83 ára gömul en langt frá því dauð úr öllum æðum.

Lagið sem Streisand og Laufey syngja saman kallast Letter to My 13 Year Old Self og er af nýjustu plötu Laufeyjar, Bewitched, sem kom út árið 2013.

Aðrir listamenn sem syngja með Streisand á plötunni eru Paul McCartney, Bob Dylan, Sting, Ariana Grande, Mariah Carey, Hozier, Sam Smith, Tim McGraw, James Taylor, Josh Groban og Seal.

„Ég hef ávallt elskað það að syngja dúetta með hæfileikaríkum listamönnum,“ sagði Streisand í tilefni af útgáfu plötunnar. „Þeir veita mér innblástur á einstakan og ólíkan hátt… og gera tímann í hljóðverinu svo skemmtilegan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn