fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“

Fókus
Fimmtudaginn 1. maí 2025 21:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katija Cortez var aðeins sextán ára gömul þegar hún var fyrst kyrkt í kynlífi án samþykkis.

Cortez, 29 ára, er fylgdarkona, fyrirsæta, klámstjarna og hlaðvarpsstjórnandi. Hún var valin besta fylgdarkona Ástralíu árið 2024 á AAIA verðlaunahátíðinni.

Að kyrkja einhvern í kynlífi hljómar öfgakennt en það er orðið sífellt algengara, sérstaklega meðal ungmenna. En líka hjá pörum í leit að einhverju til að krydda kynlífið segir Cortez. Hún segir þetta áhyggjuefni og hvetur fólk til að hafa varan á.

Getur verið lífshættulegt

Háskólarnir við Melbourne og Queensland í Ástralíu framkvæmdu könnun um kynlífshegðun ungmenna og komust að því að rúmlega meirihluti þeirra eru að stunda kyrkingar í kynlífi.

Sérfræðingar hafa bent á vandann á bak við auknar vinsældir þessa „kynlífstrends.“

„Þetta er ekki öruggt, bara það að beita smá þrýstingi á hálsinn getur valdið alvarlegum skaða og hugsanlega dauða,“ sagði prófessor Heather Douglas í samtali við news.com.au.

„Það sem veldur mestum áhyggjum er að þessi athöfn getur leitt til heilaskaða og því oftar sem fólk tekur þátt í kyrkingum því meiri líkur á heilaskaða. Fólk hefur oft ekki hugmynd um þetta.“

Mynd/Instagram

Samskipti og samþykki

Cortez hefur lengi starfað í kynlífsiðnaðinum og segir kyrkingar algengt blæti hjá karlmönnum.

„Þegar ég var yngri byrjuðu fullt af gaurum að gera þetta. Ég held að þeir hafi séð þetta í klámi en kyrkingar í klámi er mjög algengt og verður sífellt algengara,“ segir hún og bendir fólki á að klám er ekki raunveruleikinn heldur fantasía.

„Alveg eins og í bíómyndum þá eru klámstjörnur fagmenn sem eru í vinnunni og hafa farið yfir hvað má og má ekki fyrir fram. Sama á við um kynlíf, það þarf að ræða hlutina áður, þetta snýst allt um samskipti.“

Cortez segir að karlmenn þurfi að skilja að kyrkingar séu ekki fyrir alla og það ætti aldrei að gera ráð fyrir því að einhver fíli það.

„Fólk verður að hafa í huga að fyrir suma geta kyrkingar verið ógnvekjandi og það ætti aldrei að gera það án leyfis,“ segir hún og bendir á að sumir hafa gengið í gegnum kynferðisofbeldi og önnur áföll og geti það verið einstaklega triggerandi að upplifa eitthvað eins og kyrkingar í kynlífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn