fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fókus

Kolbrún Birna kemur upp um Snorra – Birtir gömul tíst sem segja aðra sögu

Fókus
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 09:01

Snorri Másson og Kolbrún Birna H. Bachmann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Birna H. Bachmann, lögfræðingur, birti skjáskot af gömlum færslum þingmanns Miðflokksins, Snorra Mássonar, á Twitter þar sem hann sagðist vilja sjá kynjafræði kennda í grunnskólum landsins.

Í síðustu viku vakti Snorri mikla athygli þegar hann hélt ræðu á þingi og gagnrýndi framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028 sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, mælti fyrir. Snorri gagnrýndi einnig kynjafræði sem fræðigrein.

Ræða Snorra vakti hörð viðbrögð og var hann meðal annars sakaður um að fara með rangfærslur og hræðsluáróður.

„Sums staðar komast menn í gegnum framhaldsskóla án þess að þurfa að taka svo mikið sem einn einasta áfanga í Íslandssögu, en í sömu skólum ber þeim skylda til þess að taka áfanga í kynjafræði. Og hvað er kennt þar? Jú, í grunninn þetta klassíska: Að konur séu eilíflega fórnarlömb og að karlar séu vafasamir upp til hópa,“ sagði hann. Ræðuna í heild sinni má horfa á hér.

Sjá einnig: Þorsteinn skýtur kaldhæðnislega á Snorra – „Snorri Másson hefur rétt fyrir sér“

„Kynjafræði í grunnskóla“

Kolbrún Birna birti gamalt tíst frá Snorra sem hann birti árið 2017. Gamla mynd af honum með Druslu derhúfu, varning til styrktar Druslugöngunnar sem er haldin á hverju ári til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning. Hún birti einnig tvær aðrar færslur frá árinu 2015 þar sem Snorri sagðist vilja fá kynjafræði í grunnskóla landsins.

Kolbrún segir að menn eins og Snorri, sem hún segir hafi viljað á þeim tíma bendla sig við femínisma þar sem það þótti eftirsóknarvert, elti bara trendin og standi núna á bak við þveröfugan málsstað því hann er á uppleið.

„Er ekki svolítið gaman að sjá hvað allir þessir gaurar voru svona: „Ég er drusla“ og elska femínisma, því það var ógeðslega töff og þá vildu gellur sofa hjá þeim, ef þeir voru femínistar. Og núna þegar það er einhver uprising fasismi og kvenfyrirlitning þá eru þeir allir svona: „Woke er heiladauði.“fokking stattu við einhver gildi og stick with it.“

@kolbrunbirnahbjæja hérma er óritskoðað skoðanahorn KB á sunnudagskvöldi fyrir originally just for friends♬ original sound – Kolbrún Birna Hallgr. Bachmann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 1 viku

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 1 viku

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg