fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Fókus
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 16:30

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yunice Abbas er 71 árs og er hvað frægastur fyrir að hafa átt hlut að ráni í París árið 2016. Ránið beindist gegn raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian, en fimm grímuklæddir menn ruddust inn á hótelherbergi hennar, ógnuðu henni með byssu og bundu hana svo fasta. Þeir létu svo greipar sópa um herbergið og höfðu á brott með sér skartgripi sem voru þá metnir á rúman milljarð í heildina. Kardashian tókst síðar að slíta sig lausa og hljóp þá út á svalir og hrópaði á hjálp.

Alls eru 10 einstaklingar með stöðu sakbornings í málinu en aðalmeðferð er nú hafin í málinu.

Yunice Abbas var einn höfunda að bók sem kom út árið 2021 og kallaðist: Ég rændi Kim Kardashian. Þar sagðist Yunice vera einn af ræningjunum. Það er þó komið annað hljóð í hann í dag en fyrir dómi sagðist hann ekki hafa komið nálægt því að velja titil bókarinnar og sé þar varpað upp rangri mynd af hlut hans. Í raun hafi hann ekki verið einn þeirra fimm sem ruddust inn á hótelherbergi raunveruleikastjörnunnar heldur hafi hann verið staddur á öðru svæði til að vakta ferðir lögreglu og annarra.

Einn sakborninganna er yngri bróðir einkabílstjórans sem keyrði Kardashian á meðan hún dvaldist í París.

Ræningjahópurinn hefur fengið á sig viðurnefnið Afabófarnir þar sem flestir sakborninganna teljast nokkuð rosknir og eins eiga þeir langan sakaferil að baki. Yunice hefur áður verið dæmdur fyrir rán en hann segist ungur hafa komist í slæman félagsskap og ein þurfti hann að framfleyta börnum sínum.

Yunice segist sjá eftir þessu öllu. „Ég sé eftir þessu, ekki því upp um mig komst heldur út af sársaukanum sem þetta olli.“

People greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt