fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Þekktur leikari greindur með alvarlegan sjúkdóm

Fókus
Föstudaginn 11. apríl 2025 09:02

Eric Dane. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Eric Dane hefur greint frá því að hann hafi greinst með taugahrörnunarsjúkdóminn ALS, sem kenndur er við hafnaboltaleikmanninn Lou Gehrig.

Um er að ræða algengasta form taugahrörnunar (MND) og lýsir sjúkdómurinn sér þannig að aðeins viljastýrðir vöðvar verða fyrir áhrifum. Sjúkdómurinn er ólæknandi en meðal annarra þekktra einstaklinga sem þjást hafa af sjúkdómnum má nefna Stephen Hawking.

Dane hefur leikið fjölmörg áberandi hlutverk og muna aðdáendur Grey‘s Anatomy ef til vill eftir honum úr þáttunum þar sem hann lék Dr. Mark Sloan. Þá lék hann í þáttunum Euphoria og þáttunum The Last Ship svo eitthvað sé nefnt.

Tökur á þriðju þáttaröð Euphoria standa nú yfir og segir Dane að greiningin ætti ekki að hafa áhrif á þátttöku hans í seríunni.

Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum segist hann þakklátur fyrir að hafa fjölskyldu sína sér við hlið nú þegar nýr kafli tekur við. Eric er kvæntur leikkonunni Rebeccu Gayheart og eiga þau tvö börn saman, 13 og 15 ára. Eric er 52 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný