fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fókus

Jennifer Lopez „brjáluð“ yfir myndunum af Ben Affleck með fyrrverandi

Fókus
Föstudaginn 7. mars 2025 10:30

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er sögð vera brjáluð yfir myndum af leikaranum Ben Affleck, sem hún skildi við árið 2024 eftir tveggja ára hjónaband, og fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður, leikkonunni Jennifer Garner.

Sjá einnig: Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Undanfarið hafa Affleck og Garner verið að verja tíma saman og voru þau mynduð spila paintball með krökkunum sínum þremur. Leikarinn hélt innilega utan um fyrrverandi og fór í kjölfarið orðrómur á kreik um að þau væru að taka saman aftur.

Samkvæmt heimildarmanni Page Six þá er það alls ekki rétt og sagði hann Garner vera hamingjusama í sambandi með athafmanninum John Miller.

En þrátt fyrir það er J.Lo sögð mjög ósátt við myndirnar af fyrrverandi stjörnuparinu. Samkvæmt heimildarmanni Page Six þá hafi það verið eins og að „strá salti í sárið“ að sjá myndirnar.

Á meðan J.Lo og Affleck voru saman gat leikarinn nánast ekki hitt sína fyrrverandi án þess að paparazzi ljósmyndarar voru mættir og skrifuðu erlendir fjölmiðlar um hversu kammó og vinaleg þau væru.

Lopez er nú sögð „brjáluð“ og að þetta sé að „rugla í henni,“ að sögn heimildarmannsins. En annar heimildarmaður segir söng- og leikkonuna ekkert vera að spá í þessu og sé önnum kafin við að taka upp fyrir fyrir nýju Netflix-myndina Office Romance.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“
Fókus
Í gær

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis