fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fókus

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“

Fókus
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 11:12

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írski tónlistarmaðurinn Ronan Keating er allt annað en sáttur eftir að dómur féll í máli manns sem varð bróður hans að bana í júlí 2023.

Ciaran Keating var ökumaður bifreiðar sem lenti í hörðum árekstri við annan bíl í bænum Swinford á Írlandi þennan örlagaríka dag. Í bílnum var einnig eiginkona Ciaran en þau hjónin voru á leið að horfa á son þeirra spila leik í írsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar slysið varð.

Sonur hans, Ruairí, byrjaði umræddan leik en var tekinn út af í hálfleik þegar fregnir af slysinu spurðust út.

Ökumaðurinn, hinn 22 ára gamli Dean Harte, var dæmdur í 17 mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær. Dean missti stjórn á bifreið sinni og ók beint framan á bíl Ciaran.

Var hann ákærður fyrir ógætilegan akstur sem sagður var hafa valdið slysinu. Leiddi rannsókn í ljós að skömmu fyrir slysið hafði hann sent skilaboð í gegnum WhatsApp-smáforritið og þá fundust kannabisefni í snefilmagni í blóðinu.

Ronan tjáði sig um málið á Instagram-síðu sinni í morgun þar sem hann gagnrýndi léttvæga refsingu í málinu að hans mati.

„Þessi dómur er enn eitt skelfilega dæmið um hversu gallað dómskerfið okkar er. Þú mátt drepa mann og ganga frjáls. Ekki ein nótt í fangelsi. Bara slegið á fingurna og þú færð miða til að halda lífi þínu áfram, eins og ekkert hafi gerst.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ronan Keating (@rokeating)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi