fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fókus

Kristbjörg með öflug skilaboð og sýnir sig alveg náttúrulega

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 09:41

Kristbjörg Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn og athafnakonan Kristbjörg Jónasdóttir er ekki að breyta myndunum sínum, hvorki af sér né fyrirsætunum sem sitja fyrir fyrirtæki hennar, AK Pure Skin. Hún segist vera stolt af því, sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem glansmynd samfélagsmiðla er alls ráðandi og fólk keppist við að elta óraunhæfa fantasíu um fullkomnun.

AK Pure Skin er húðvörulína og rekur Kristbjörg fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum, knattspyrnumanninum Aroni Einari Gunnarssyni.

Það skiptir miklu máli fyrir hana að allt sé alvöru, hrátt og náttúrulegt, en það eru þrjú megingildi AK Pure Skin að sögn Kristbjargar. „Og eitthvað sem við erum mjög stolt af,“ segir hún.

„Við ákváðum að gera hlutina öðruvísi. Fyrirsæturnar eru ekki með farða og við notum ekki Photosop til að breyta náttúrulegri áferð húðarinnar, eða fjarlæga línur og annað […] Fegurð snýst ekki um að eyða því sem gerir þig að þér, heldur um að fagna því. En samt finna margir fyrir pressu að slétta, hylja eða breyta einhverju sem er þegar fallegt. Sjálfsöryggi finnst ekki í leitinni að fullkomnun, heldur í eigin viðurkenningu.“

Að lokum segir hún:

„Njóttu þinnar náttúrulegu fegurðar. Slepptu hugmyndinni um „fullkomnun“ því hún er ekki til. Þú ert nóg alveg eins og þú ert.“

Kristbjörg deildi í kjölfarið mynd af sér, náttúrulegri og glæsilegri. Ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan prófaðu að endurhlaða síðuna eða smelltu hér.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi