fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 12:59

Mynd/Instagram @sundurogsaman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sambandmarkþjálfinn Þórhildur Magnúsdóttir glímdi við mígreni í nokkur ár og þrátt fyrir margar tilraunir til að vinna gegn því, eins og með lyfjum eða breyttu mataræði, þá var það enn að hrjá hana.

Hún prófaði þá óhefðbundna aðferð og leitaði til grasalæknis, sem var með svörin á reiðum höndum og hefur Þórhildur varla fengið mígreniskast síðan.

Þórhildur, sem var gestur í Fókus í síðustu viku, segir betur frá þessu í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Tókst ekki að kortleggja vandamálið

„Ég er búin að vera með aukandi mígreni síðustu ár, sem byrjaði eftir fæðingu yngri sonar míns. Ég er búin að vera með alls konar kenningar um af hverju þetta er, hvort þetta tengist hormónum eða mataræði,“ segir Þórhildur og bætir við að hún hefur reynt að kynna sér þetta betur síðastliðin ár og finna einhverja lausn.

„Eitt af því sem var bara mjög augljóst fyrir mér í lok síðasta árs var að ég þurfti að gera eitthvað, ég þurfti að skoða þetta betur. Ég var búin að vera á lyfi við mígreni, búin að reyna að laga mataræðið og gera fullt en mér tókst ekki að kortleggja vandamálið.“

Þórhildur leitaði til Kolbrúnu grasalæknis. „Og hún bara: „Já, já ég skil alveg hvað þetta er,““ segir Þórhildur og hlær.

„Hún lét mig fá mataræðisbreytingu sem ég er núna búin að fylgja í sjö vikur. Ég hef ekki fengið mígreni síðan, fyrir utan einhvern einn dag sem ég svaf mjög lítið og alveg augljóst af hverju það kom.“

Þórhildur lítur björtum augum fram á veginn og ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Hún ræðir einnig um tímabundna flutninga fjölskyldunnar til Patreksfjarðar og róna sem því fylgir.

Þórhildur heldur úti vinsælu Instagram-síðunni Sundur og saman og samnefndu hlaðvarpi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“
Hide picture