

Blaðamaður The Independent, sem skrifar um heilsu og mataræði vikulega og hefur tekið ótal viðtöl við sérfræðinga í gegnum árin, segir að það séu nokkur atriði sem sérfræðingarnir eru sammála um þegar kemur að næringarríku mataræði fullorðinna einstaklinga.
„Borðaðu fjölbreytta fæðu úr jurtaríkinu, þar á meðal mikið grænmeti.
Veldu óunnin matvæli (e. whole foods) þegar þú getur.
Borðaðu nóg af trefjum, að minnsta kosti 30 grömm á dag.
Borðaðu nóg af próteini og veldu fitulítið kjöt
Drekktu nóg af vatni
Matvæli með viðbættum sykri og mikilli mettaðri fitu ættu að vera aðeins lítill hluti af mataræðinu
Neyttu rétts magns hitaeininga út frá líkamsbyggingu þinni og hversu mikið þú hreyfir þig.“