fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fókus

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist

Fókus
Þriðjudaginn 30. desember 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2025 er svo gott sem búið og margir munu eflaust minnast þess sem ársins sem allir og amma þeirra byrjuðu á þyngdarstjórnunarlyfjum, en þekktast þeirra er án efa danska lyfið Ozampic.

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey er ein þeirra sem hafa náð góðum árangri með þyngdarstjórnunarlyfjum og segir hún í samtali við People að lyfin hafi verið gjöf.

„Ég vissi að það yrði risastórt fréttaefni að viðurkenna að ég væri á lyfinu,“ sagði Oprah fyrir tveimur árum í viðtali. „Ég vissi að ég yrði gagnrýnd fyrir það og sú varð raunin.“

Oprah greinir nú frá því að tæpu hálfu ári eftir að hún byrjaði hafi hún ákveðið að hætta á lyfinu. Þegar hún fagnaði 70 ára afmæli sínu í janúar í fyrra taldi hún sig ekki þurfa lyfið lengur. Hún hafði fengið uppljómun. Eftir að hafa glímt við ofþyngd nánast allt sitt líf sá hún að það er ekki ofátið sem veldur ofþyngd heldur er það ofþyngdin sem veldur ofáti.

Hún ákvað að trappa sig ekki niður heldur hætta bara strax og sanna að hún gæti viðhaldið þyngd sinni aðstoðarlaust. Rannsóknir hafa bent til þess að fólk þyngist aftur um leið og það hættir að taka lyfin og því þurfi að hugsa um þetta sem lífstíðarskuldbindingu.

„Ég ætlaði að sjá hvort vísindin hefðu rétt fyrir sér. Ég vildi sjá hvort ég gæti sleppt lyfinu.“

Hún hætti að sprauta sig með þyngdarstjórnunarlyfi en hélt áfram að gæta að mataræði og hreyfingu.

„Allir sögðu að um leið og þú hættir átt þú eftir að bæta aftur á þig.“

Raunin var ekki svo öfgafull en á næsta árinu bætti Oprah á sig aftur rúmlega 10 kílóum. Hún segir að þetta hafi kennt henni lexíu. Hún þurfi að vera á lyfinu út lífið. Hún líkir þessu nú við lyf sem hún tekur við háþrýstingi því ef hún hættir að taka þau þá hækkar blóðþrýstingurinn aftur.

„Ég sé núna að það sama á við um þessi lyf. Ég hef sannað það fyrir sjálfri mér að ég þarf á þeim að halda.“

Oprah hefur skrifað bók með lækninum Ania M. Jastreboff, en Jasterboff er yfir deild Yale-háskóla sem rannsakar offitu. Bókin kallast Enough: Your Health, Your Weight And What It’s Like to Be Free. Þar greinir Oprah frá því að án þyngdarstjórnunarlyfjanna muni líkami hennar alltaf leitast við að komast í það sem hann telur sitt náttúrulega ástand. Hennar náttúrulega ástand sé að vera tæplega 96 kíló að þyngd. Umhverfi og erfðir hafi forritað líkamann og því muni hann alltaf leita aftur í þessa þyngd, þrátt fyrir að þyngdin ógni heilsunni en Oprah glímdi við forsykursýki og hátt kólestról áður en hún léttist.

„Ef það er offita í genamengi þínu þá vil ég að fólk viti að það er þér að kenna. Fólk þarf að hætta að áfellast aðra. Ekki spyrja: „Hvers vegna hreyfir þú þig ekki meira og borðar minna?“ Það er ekki málið. Ég vil að fólk hafi þessar upplýsingar sama hvað það gerir við þær, hvort sem það fer á lyfin eða fer í megrun. Lexían sem ég lærði er að hætta að kenna sjálfri mér um.“

Oprah segist ekki lengur skammast sín fyrir að þurfa aðstoð í baráttunni við aukakílóin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lögreglan hafði ítrekað verið kölluð að heimili leikstjórans fyrir morðin

Lögreglan hafði ítrekað verið kölluð að heimili leikstjórans fyrir morðin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý sér ást í kortunum hjá Bríeti: „Það er eitthvað nýtt samband. Þau eru jafningjar og þeim líður vel“

Ellý sér ást í kortunum hjá Bríeti: „Það er eitthvað nýtt samband. Þau eru jafningjar og þeim líður vel“