fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fókus

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Fókus
Þriðjudaginn 30. desember 2025 06:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég missti alveg tökin í jólapartíi vinnunnar. Ég varð mjög ölvuð og fór heim með samstarfsfélaga.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

Hún leitar ráða en samstarfsfélaginn hættir ekki að tala um nóttina þeirra saman.

„Hann getur ekki haldið kjafti og er að segja öllum hversu „villt“ ég er. Þetta er svo niðurlægjandi.

Kynlífið sjálft var ekkert sérstakt, enda vorum við bæði blindfull. Við sváfum saman og sofnuðum svo. En ég greinilega strippaði fyrir hann, gaf honum kjöltudans og krafðist þess að hann myndi kalla mig „Madam“ í kynlífinu. Ég man ekki eftir neinu.

Þegar ég vaknaði næsta dag fékk ég sjokk að vakna í rúminu hans og sjá hann stara á mig, glottandi út að eyrum.

Hann var svo ánægður með sig en ég var miður mín. Ég dreif mig heim en næsta vinnudag sagði hann öllum frá því sem gerðist.“

Konan segir að hún hefur beðið hann um að þegja. „Hann sagðist ætla að hætta að tala um þetta, en ef eitthvað er þá hefur þetta bara versnað,“ segir hún.

„Hann er alls ekki mín týpa og ég hefði venjulega ekki gefið honum tækifæri, en ég var svo full.“

Konan er 27 ára og maðurinn er 26 ára. „Hann hagar sér meira eins og 16 ára strákur,“ segir konan og bætir við að hún sé alvarlega að íhuga að hætta í vinnunni, þó hún elski hana.

Ráðgjafinn svarar:

„Ekki hætta í vinnunni út af þessum fáránlega karlmanni! Bíddu allavega þar til þú hefur fundið eitthvað annað sem er þess virði.

Þessi maður er óþroskaður og hegðun hans bendir til þess að hann hafi litla reynslu á þessu sviði.

Frekar en að vera skömmustuleg, sendu honum skýr skilaboð og þú viljir að hann hætti þessu.

Næst þegar hann segir eitthvað, frekar en að fara inn í þig, horfðu í augu hans og segðu honum að hætta. Segðu að þetta sé ekki viðeigandi og láti þér líða óþægilega. Talaðu við mannauðsstjórann ef hann hættir ekki, þetta er áreitni og þarf að stoppa strax.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025