

Beggi er búsettur í Kaliforníu þar sem hann kláraði nýverið doktorsnám í sálfræði.
Áhrifavaldurinn drekkur sjaldan, um þrisvar á ári segir hann, en yfir hátíðarnar fékk hann sér í glas, varð frekar ölvaður, skemmti sér vel en vaknaði grautþunnur um hádegi næsta dag.
„Mér leið hörmulega þegar ég vaknaði. Ég byrjaði á því að leggjast upp í sófa, eiginlega bara að vorkenna sjálfum mér, hanga í símanum og hugsaði með mér að þetta yrði ömurlegur dagur,“ segir hann.
„En síðan var ég bara: „Bíddu aðeins, hættu að vera aumingi. Farðu í tölvuna og gerðu það sem þú ætlaðir að gera í dag, birtu þetta YouTube-myndband og skrifaðu þetta fréttabréf. Og hreyfðu þig síðan eins og þú gerir alltaf.“ Ég endaði á því að hlaupa hálfmaraþon og það var mjög gaman. Mér líður frábærlega og ég hef núna bætt mig persónulega og faglega í dag.“
Beggi segir að það sé hægt að ákveða daginn sinn, maður þarf bara að gera það og gera eitthvað í því. Hann útskýrir þetta nánar í spilaranum hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð ekki myndbandið.
View this post on Instagram