

Á dögunum birtust niðurstöður nýrrar rannsóknar um hversu lengi karlmenn endist við að stunda kynlíf að jafnaði enda ekki vanþörf á að varpa fram slíkum viðmiðum á þessum síðustu og verstu tímum. Niðurstöðunum fylgja þó áréttingar lækna um að upplifunin, traust og öryggi, skipti þó meira máli en nákvæmur tími og því sé óþarfi fyrir metnaðarfulla bólfélaga að vera með skeiðklukkuna á lofti. Gæfulegra sé að slaka á og njóta.
En niðurstöður rannsóknarinnar, sem kynlífstækjaframleiðandinn Lovehoney stóð fyrir, voru á þessa leið eftir aldri karlmanna:
Karlar 18 – 24 ára: 16 mínútur að meðtaltali
Karlar 25-34 ára: 18,3 mínútur að meðaltali
Karlar 35-45 ára: 17,4 mínútur að meðaltali
Karlar 45-54 ára: 14,1 mínúta að meðaltali
Karlar 55-64 ára: 11,3 mínútur að meðtali
Karlar 65 ára og eldri: 8 mínútur að meðtali
„Það er engin ein rétt tala þegar kemur að því hversu lengi kynlíf ætti að standa. Það sem skiptir mestu máli á öllum aldri er samskipti, tækni og ánægja – ekki skeiðklukkan,“ er haft eftir kynheilbrigðishjúkrunarfræðingurinn Sarah Mulindwa, talsmaður Lovehoney.
Þá sé mikilvægt að þeir sem glími við snemmbúið sáðlát láti ekki hugfallast. Stundum er kynlíf sem endist aðeins í 90 sekúndur eða skemur skilgreint sem snemmbúið sáðlát en svo þurfi ekki að vera. Ef sá tími veldur hvorki einstaklingnum né makanum vanlíðan sé ekki þörf á meðferð.
Sé vanlíðan til staðar er þó gott að leita sér aðstoðar og ýmis ráð eru til, þar á meðal atferlisæfingar, notkun smokka eða deyfandi úða, auk þess sem í sumum tilvikum er hægt að ávísa lyfjum.