fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Fókus
Föstudaginn 26. desember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski hjartaskurðlæknirinn Dr. Jeremy London, sem hefur yfir 25 ára reynslu á sviði hjarta- og æðaskurðlækninga, hefur skapað sér gott orð á samfélagsmiðlinum TikTok. Í nýlegri færslu, sem vakið hefur athygli, svaraði hann spurningu um hvaða hluti fólk ætti að forðast eftir það er orðið fertugt.

Dr. London taldi upp fjögur atriði, sem eru listuð upp hér fyrir neðan, en hann tók einnig fram að fólk ætti að forðast öfgafullar lífsstílsbreytingar enda eru þær iðulega ekki líklegar til að endast. Litlar breytingar í daglegum venjum geta haft stór áhrif á heilsuna til lengri tíma.

Hér eru atriðin fjögur sem Dr. London taldi upp:

1. Áfengi

Fyrsta og stærsta breytingin sem læknirinn mældi með er að draga úr eða hætta neyslu á áfengi. „Áfengi er eitrað fyrir hverja einustu frumu í líkamanum,“ sagði hann og benti á áhrif þess á langlífi og almenna heilsu. Rannsóknir sýni að ofneysla áfengis eykur líkur á hjartasjúkdómum, heilablóðfalli, lifrarsjúkdómum og ákveðnum tegundum krabbameina.

2. Reykingar og rafrettur

Annað atriðið kemur eflaust fáum á óvart en Dr. London hvatti fólk til þess að forðast reykingar, hvort sem um er að ræða hefðbundnar sígarettur eða rafrettur. Benti læknirinn á að  samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni þá deyja átta milljónir manna árlega ótímabærum dauðdaga vegna tóbaks.
„Reykingar og veip auka áhættu á lungnakrabba, hjartaáfalli og heilablóðfalli,“ sagði læknirinn.

3. Settu svefninn í forgang

Þá sagði læknirinn það mikilvægt að fólk kæmi reglu á svefn sinn og honum skyldi ekki fórnað fyrir aðra hluti. Algengt væri að fólk væri að liggja í símanum upp í rúmi, til þess að slaka á og upplifa notalegan frítíma, en forðast ætti það að fresta svefni fyrir slíkar stundir. Benti Dr. London á að góður svefn væri lykillinn að andlegri og líkamlegri heilsu og það ætti að vera forgangsatriði að hafa hann í lagi. „Endurheimt er lykilatriði, sérstaklega þegar við eldumst,“ sagði læknirinn.

4. Rækta heilbrigð sambönd og forðast eitrað fólk

Fjórða atriðið kemur eflaust á óvart en Dr. London hvatti til þess að fólk sé duglegt að rækta heilbrigð sambönd við fjölskyldu og vini. Hins vegar ætti fólk að endurskoða samband við þá sem hann kallaði „eitraða einstaklinga“ og átta sig á skaðanum sem slík sambönd geta valdið.

Eitruð samskipti hafi alvarleg áhrif á geðheilsu fólks, auka kvíða og stuðla að þunglyndi og geti ennfremur valdið líkamlegum kvillum eins og svefnleysi og óreglulegu matarræði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Unnur Óla frumsýndi nýjan kærasta á Vitringunum 3

Unnur Óla frumsýndi nýjan kærasta á Vitringunum 3
Fókus
Fyrir 5 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“