fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Fókus
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er lítið land og lítil bil er á milli þekktra einstaklinga og hinna sem eru ekkert í sviðsljósinu. Hægt er að rekast á þekkta einstaklinga hvar sem er á förnum vegi: við kassann í Bónus, á bensínstöðinni, sjoppunni, sundi eða í bið eftir dekkjaskiptum.

Á Reddit er nú skemmtilegur þráður þar sem notendur lýsa þeim þekktu Íslendingum sem þeir hafa hitt og hvort sá hinn sami var næs eða ekki. Sumir fá toppeinkunn, flestir góða og svo eru nokkrir sem þyrftu að dusta rykið af mannlegum samskiptum samkvæmt þræðinum eða áttu bara slæman dag þennan tiltekna dag..

„Hvaða þekktu Íslendingar eru mest næs af þeim sem þið hafið hitt í persónu og hver er minnst næs?“  spyr sá sem gerir færsluna og segir Steindi þann sem hafi verið mest næs af þeim sem hann hafi hitt: ,óþarflega viðkunnanlegur og skemmtilegur við óbreyttan borgara eins og mig.“

Einn notandi rifjar upp sögu af Erni Árnasyni leikara, þar sem viðkomandi þorði ekki annað en heilsa þar sem honum fannst hann þekkja Örn persónulega:

„Ég hitti Örn Árnason í sjoppu þegar ég var krakki, fannst ég kannast við hann en vissi ekki alveg hvaðan. Það er auðvitað mjög vandræðalegt að heilsa ekki einhverjum sem maður þekkir, þannig að til öryggis bauð ég honum góðan dag og spjallaði við hann um daginn og veginn, sagði honum hvað ég var að gera í lífinu og svona. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en á leiðinni heim að ég hafði aldrei hitt þennan mann áður, heldur séð hann í sjónvarpi, en þetta er eitt eftirminnilegasta samtal ævi minnar vegna þess hversu rosalega næs hann var. Enda örugglega ekki í fyrsta sinn sem einhver random krakki spjallar við hann eins og þau þekki hann…“

Fleiri taka undir hvað Örn er viðkunnanlegur í viðkynningu.

„Var fastur upp í Heiðmörk um árið eftir að hafa keypt jólatré og Óttarr Proppé (hann var heilbrigðisráðherra at the time) stökk til og ýtti við bílnum svo ég komst burt. Hef alltaf kunnað að meta það.

Ævar vísindamaður var að skjóta fyrir UNICEF í vinnunni minni og ég fékk leyfi til að taka dætur mína með til að fá að sjá hann vinna (þær elskuðu hann), eftir að hann var búinn að vatt hann sér upp að þeim og spjallaði í góðann tíma, önnur dóttir mín var stressuð fyrir aðgerða sem hún var að fara í daginn eftir og hann talaði hana niður og róaði. Einstakur ljúflingur og gull af manni sem hefur gríðarlega góð tök á að tala við krakka.“

Einn nefnir Ara Eldjárn, og segir hann fyndinn bara við að panta sér kaffi.

Einn sem segist hafa afgreitt marga þekkta í verslun gefur Katrínu Jakobsdóttur og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttir góðan dóm og segir báðar alltaf kurteisar og næs.

Fyrrum dyravörður gefur ungu röppurunum toppeinkunn: „Ég vann sem dyravörður og þekkti ekki alltaf artistana í sjón. Einu sinni kom pródúserinn/rapparinn Izleifur inn að framan af einhverjum ástæðum og ég bað hann um skilríki og að sýna mér miðann sinn. Hinn dyravörðurinn benti mér á að hann væri að spila og ég þekkti svo nafnið hans á skilríkjunum, svo ég bað hann afsökunar og sagðist reyndar fýla taktana hans, hafði bara aldrei séð mynd af honum. Gæjinn var hinn indælasti, þakkaði mér fyrir að sýna metnað í starfi og spjallaði aðeins. Ég spurði svo einhvern tíman Aron Can um skilríki þegar hann var að spila. Sá sagði ekkert um að vera að spila heldur sýndi mér bara skilríkin og þakkaði fyrir sig þegar ég hleypti honum inn. Sem var líka mjög næs framkoma. Glasabarnið sagði mér síðan hver þetta hafi verið. Það voru eiginlega bara allir ungu rappararnir sem maður hitti þarna mjög næs. Engir stjörnustælar, a.m.k. Ekki við okkur dyraverðina. Meira að segja þeir sem gera svona „bófarapp“ voru bara voða ljúfir í persónu.“

Emmsjé Gauti er rosa fínn. Mjög auðvelt og þægilegt að tala við,“ segir annar.

Leikarinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fær toppeinkunn: „Hitti Ladda einu sinni. Hann og konan voru að sötra bjór og ég átti stutt spjall. Allger ljúflingur. Fannst merkilegt að hann sagði að á öllum ferlinum (hann var 60 þennan dag) að þá hefur hann aldrei misst af giggi. Einu sinni verið seinn þar sem það var snjóstormur og hann var á leið til akureyrar frá rvk. Og nokkrum sinum þurft að skemmta í gifsi. En aldrei cancelað.“

„Í starfi mínu hef ég komist í kynni við marga tónlistarmenn og ég held að enginn sé jafn viðkunnanlegur og Valdimar. Upplifði sterka auðmýkt og einstakt viðmót hjá honum.“ 

Hilmir Snær, ekkert eðlilega næs náungi.“ 

„Sennilega sá sem var mest næs var Jón Jónsson. Það var eiginlega óþolandi hvað hann var kurteis og næs gaur!“ 

Þingmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson fær góða umsögn fyrir óvenjulega háttsemi: „Ég vann í verslun á sumrin fyrir u.þ.b. 10 árum og Sigmundur Ernir skildi stundum eftir handskrifuð frumsamin ljóð þegar hann mætti. skemmtilegar minningar.“

Svavar Knútur ýtti einu sinni bílnum mínum úr snjóskafli og èg hugsa alltaf hlýlega til hans eftir það. Annar hefur aðra reynslu af tónlistarmanninum en þó góða: „Fyndið, ég ýtti einusinni Svavari Knút úr snjóskafli. Vonandi hugsar hann hlýlega til mín líka eftir það.“

Margir bera Páli Óskari tónlistarmanni góða söguna: „Páll Óskar, super nice.“  „Sammála með Pál Óskar, hann er virkilega almennilegur, jákvæður, hrósandi fólki í kringum sig og af mörgum sem ég hef hitt stendur hann uppúr.“  „Algjörlega sammála, hann er svo alvöru! svo yndislegur.“

Halla Tómasdóttir var einkar viðkunnarleg. Mugison frábær. Helgi Björns var kurteis og fínn þetta eina skipti sem ég hef hitt hann.“

Um miðjan þráð segist einn notandi ánægður með hann: „Venjulega finnst mér svona þræðir óþolandi en það kemur skemmtilega á óvart að flestir eru jákvæðir og eru að hrósa.“

Auðunn Blöndal fjölmiðlamaður fær misjafnar undirtektir, bæði góðar og slæmar. Af þeim sem fá ekki góða umsögn má nefna Gerði Kristný rithöfund, Helgu Völu Helgadóttur lögmann og fyrrum þingmann, Bjarni Benediktsson þingmann og Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamann.

Ljóst er að tónlistarfólk fær ekki góða umsögn en margir í þeim geira eru nafngreindir fyrir að vera ekki næs; Helgi Björns, Björgvin Halldórsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Selma Björnsdóttir, Herra Hnetusmjör, meðlimir Áttunnar, Gísli Pálmi, Herbert Guðmundsson, Bubbi, Friðrik Dór og fleiri.

Færsluna má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn