

Beggi er búsettur í Kaliforníu þar sem hann kláraði nýverið doktorsnám í sálfræði. Honum líður vel í Los Angeles og hefur verið að kynna vini sína fyrir íslensku háttunum. En eitt af því sem hann gerir mest og best á Instagram er að birta myndbönd af sér fara í ísbað og koma viðstöddum á óvart með hæfni sinni að fara á bólakaf.
Hann sló á létta strengi og sýndi „íslensku leiðina“ að bjóða á stefnumót. Hann sagði að ef daman „lifir þetta af“ sé hún þess virði.
Horfðu á myndbandið hér að neðan, smelltu hér ef þú sérð það ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram