fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 24. nóvember 2025 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Dan, rithöfundur og verslunarstjóri Handverkshússins, birtir mynd sem var tekin af flugmanni á göngu með hundinn sinn á Kársnesi þann 19. október síðastliðinn. Hann segir myndina sýna greinilega geimskip.

„Myndin var tekin í suðvestur átt, einhvern tíma eftir miðnætti, af Kjartani Norðdahl flugmanni. Hann persónulega heldur því ekki fram að þetta sé UFO, hann veit ekki hvað þetta er,“ segir Gunnar í samtali við DV.

Kjartan var að taka myndir af norðurljósunum og áttaði sig ekki á því að það væri eitthvað athugunarvert við eina myndina fyrr en hann kom heim.

„Þegar heim kom skoðaði hann myndirnar og honum til mikillar furðu er hann zoomaði á eina ljósmyndina kom skýrt geimskip fram. Í raun skýrasta ljósmynd sem ég hef séð af UFO fyrr og síðar, og ofan í allt bara tekin i Kópavogi,“ segir Gunnar.

Umrædd mynd/Kjartan Norðdahl/Facebook-síða Gunnars Dan.
Hér er búið að stækka myndina.

„Það eru aðrir einstaklingar, sem ég nefni ekki á nafn, sem hafa komið með kenningar að þetta sé bara farþegaflugvél, því myndin er tekin í tíma, á sirka 10 sekúndum. Hún er tekin í myrkri, sem þýðir að ef þú ert með hlut á himni, eins og þotu, þá myndi hún lengjast í alvöru myndinni því hún er tekin á tíu sekúndum. En við erum búnir að tjékka á flight radar og miðað við áttina sem hann tekur myndina á engin flugvél að vera þarna,“ segir Gunnar.

Gunnar Dan.

„Hugsið út fyrir boxið“

Gunnar tjáði sig nánar um málið í pistli á Facebook sem má lesa hér að neðan.

„Í gær, 21 nóvember kom út UFO heimildarmyndin Age of Disclosure sem leikstýrð var af Dan Farah. Mikil eftirvænting hefur ríkt í UFO heiminum síðasta árið vegna tilkomu þessarar myndar, einkum vegna þess að vonir stóðu til þess að hún yrði mainstream, myndi rata í fjölmiðla og tekin alvarlega sem og hún virðist vera að gera ásamt því að heyrst hefur að myndin gæti verið tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir bestu heimildarmyndina.

Síðustu áratugina hefur djúpríkisdeildum leyniþjónustu og hers, aðallega innan BNA tekist með allskonar sálfræði hernaði að skapa gríðarlegt stigma eða framkallaða fordóma gagnvart þeim sem sjá og upplifa hluti tengd UFO, hvort sem sé um almenna borgara eða einstaklinga tengda hinum og þessum hernaðarverkefnum. Þessi sálfræðihernaður hefur farið markvisst fram í Hollywood kvikmyndum og í fréttaflutningi tengt UFO í marga áratugi.

Nú virðumst við vera á leið inn í nýja tímalínu eins og Age of Disclosure lýsir svo snilldarlega vel.

Í myndinni koma fram 34 háttsettir starfsmenn bandaríkjahers, leyniþjónustu og NASA fram með hreint út sagt ótrúlegar sögur. Sögur sem segja að í um 80 ár hefur starfað UFO djúpríkisafl undir hatti hers, leyniþjónustu, verktaka á sviði vopna og flugtækni (eins og Lockheed Martin, Northrop Grumman, Boeing og Raytheon), ásamt orkumálaráðuneyti BNA. Djúpríkisaflið hefur starfað í skugga og með öllu óregluvæddu og fjárhagslegu ógegnsæu umhverfi tengt UFO.

Það sem kemur fram er að flygildum, farartækjum af ójarðneskum uppruna hafa komist í hendur þessara deilda í gegnum svokölluð “crash retrieval”. Verkefni sem snýr að því að ójarðnesk flygildi sem af margvíslegum ástæðum hrapað til jarðar eða virðast hreinlega vera okkur gefin, eru sótt og flogið með á háleyndarsvæði sem yfirleitt eru á vegum þessara fyrrnefndra verktaka. Þegar á þessi háleyndarsvæði er komið tekur önnur hólfaskipt deild vísindamanna við í svokölluðu “reverse engineering” ferli sem snýr að því að beisla tæknina sem fyrir okkur jarðarbúum er framandi og oft á tíðum eitthvað sem stangast á við allt sem hefðbundin vísindi segja okkur að séu þekkt og raunveruleg.

Marco Rubio, utanríkisráðherra og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjana kemur einnig fram í þessari umræddu mynd. Hann heldur því fram að UFO´s eða flygildi af óþekktum uppruna og meira að segja segir hann þau ójarðnesk, hafi í gegnum tíðina þar til dagsins í dag, trekk í trekk sýnt sig við svæði hersins þar sem kjarnorkuvopn eru geymd og tilbúin til notkunar. Hann segir þessa hluti birtast yfir svokölluðum “sílóum” og oft hefur það komið fyrir að öll stjórn á þessum vopnum eru tekin af stjórnstöð og þess vegna sílóin opnuð og ferli sem snýr að því að vopnunum er bókataflega beitt sett af stað. Jafnskjótt og þessir UFO´s birtust í þessum umræddu tilfellum og í viðurvist fjöldan allan af vitnum, hurfu þeir jafnskjótt og þeir birtust og sílóin lokuðust aftur.

Margt kom fram í þessari heimildarmynd sem eins og var sagt hér í byrjun hefur verið beðið eftir í rúmt ár. Meðal annars kom fram hann Jay Stratton, fyrrum yfirmaður UAP (UFO) Task Force hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Hann hélt því fram í byrjun myndarinnar að hann hafi persónulega séð með eigin augum ójarðneskar verur, geimverur og flygildi sem ekki voru framleitt hér hér á jörðu. Þessar fullyrðingar hans eru einstakar af því leyti að aldrei hefur einstaklingur með svona háa öryggisvottun og með svona svaðalega ferilskrá haldið öðru eins fram á þennan hátt.

Fyrir um tveim vikum síðan gaf ég í samvinnu við Sögur bókaútgáfu bókina UFO101. Þar er lögð fram kortlagning á málaflokknum eins og hann leggur sig síðustu 90 ár og bent er á meinta samsæris tilburði djúpríkis í þessum málum. Og eftir að hafa horft á þessa mynd í gærkvöldi með konunni minni sá ég skýrt að allt sem þarna kom fram kemur einnig fram í UFO101 sem segir mér að kortlagningin er skýr, ljósi hefur verið varpað á áður óþekktar skuggahliðar.

Upplýsingarnar eru farnar að streyma fram á hinum og þessum miðlum, ýmist á einkamiðlum hinna og þessa youtubara sem og að svokallaðar “mainstream” fréttastöðvar erlendis eru einnig farnar að taka málið alvarlega og til i umfjöllunar. Helsta breytan í þessu samhengi er eflaust meðal annars sú staðreynd að síðustu 3 ár hafa verið haldnar árlegar, eiðsvarnar vitnaleiðslur frammi fyrir BNA þinginu. Þar hafa stigið fram vitni úr efstu lögum hers og leyniþjónustu og undir verndarvæng uppljóstrara-laga hafa þeir geta uppljóstrað af einhverju leiti í hverju starf þeirra og rannsóknir á vegum hins opinbera hefur falist ásamt að vitni, “first hand” vitni hafa einnig stigið fram og sagt hreint út sagt ótrúlegar sögur.

Ég er einnig farin að sjá að “narratívan” innan Hollywood er farin að breytast. Nýlega kom út stórmyndin Bugonia með Emmu Stone sem fjallar um geimveru í mannslíki sem gegnir háttsettu hlutverki innan einhvers konar bandalagi, “Galactic Federal” og að þeirra hlutverk í gegnum árhundruðir hafi verið að vakta jörðina og vernda hana fyrir ágangi og yfirgangssemi jarðarbúa. Vince Gilligan, leikstjóri og handritshöfundur Breaking Bad var einnig að senda frá sér þáttaröð sem ber heitið Pluribus. Í þáttunum berst öflugt útvarpsmerki utan okkar sólkerfis til jarðar og innan þessa merkis eru kóðar eða uppskrift sem leiðir til þess að maðurinn útfærir einhverja greiningu og rannsóknir sem svo leiðir til þess að allir jarðarbúar nema ellefu manns uppljómast í eina samþætta minningarvitund, eitt “social memory complex”. Þessi eina vitund er ekki hæf til þess að særa, fer ekki í manngreinarálit, þarfnast ekki neinna landamæra, tungumáls eða leiðtoga. Afar áhugavert konsept þarna á ferð sem vekur einnig upp í mér vissa sorg því sameiningin og uppljómunin felur einnig í sér upplausn einstaklingsins með allri þeirri flóru sem fylgir. Á næsta ári hefur svo verið tilkynnt að ET kongurinn sjálfur, hann Steven Spielberg muni koma með nýja kvikmynd sem fjallar um UFO málaflokkinn og djúpríkisleyndina sem ég lýsti hér að ofan.

Síðasta árið hef ég tekið viðtöl við fjöldan allan af einstaklingum hér á landi sem lýst hafa fyrir mér ekki bara allskonar flygildum af óþekktum uppruna heldur hafa þessir einstaklingar einnig framvísað myndefni, ljósmyndum og myndböndum sögum sínum til stuðnings. Ein þessara frásagna sem var stutt með ljósmynd barst mér i kvöld eftir fyrirlestur sem ég hélt. Kjartan Norðdahl er starfandi flugmaður og var bara út að ganga með hundinn sinn á Kársnesi er hann tók ljósmyndir af norðurljósunum. Þegar heim kom skoðaði hann myndirnar og honum til mikillar furðu er hann zoomaði á eina ljósmyndina kom skýrt geimskip fram. Í raun skýrasta ljósmynd sem ég hef séð af UFO fyrr og síðar, og ofan i allt bara tekin i Kópavogi (myndina má sjá hér fyrir neðan).

Ég hef talað við einstaklinga sem segjast hafa upplifað brottnám, einfaldlega verið tekin um borð í geimskip og skilað aftur stuttu síðar með holóttar minningar sem langan tíma hefur tekið að púsla saman aftur. Frásagnir halda áfram að raðast inn, vikulega fæ ég frásagnir og stefnir þar af leiðandi í ekkert annað en að ný bók verður skrifuð á nýju ári. Það er greinilegt að eitthvað er okkur hulið, hulið af djúpríkisdeildum, þjófóttum deildum sem svífast einskis til þess að vernda eigin hagsmuni. Einnig er hulan bara í formi okkar eigin hugmynda um heiminn, í okkar heimsmynd og stöðu okkar mannana hér á jörðinni. Hroki og meðvitundarleysi er að þvælast fyrir okkur.

Við erum með lokaðan huga, skerta samkennd og skert innsæi og svo erum við hrædd við að vera óhefðbundin og fyrir vikið óttumst við að verða dæmd og álitin skrítin eins og það sé eitthvað slæmt og muni standa í vegi fyrir okkur.

Við erum ekki ein, við höfum aldrei verið það. Gefið ykkur stund undir berum himni. Hugsið út í hvernig heimurinn lítur út í kosmískri samkennd. Hugsið út í hvaðan við komum og hvert erum að stefna. Hugsið út í hver upprunni allra trúarbragða sé.

Hugsið út fyrir boxið.“

Gunnar Dan var að gefa út bókina UFO101 og var nýlega gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Hann ræddi meðal annars um reglulegar heimsóknir geimvera til jarðar – líka til Íslands. Hann sagði frá mismunandi tegundum geimvera, meintum samningum þeirra við stórveldi og íslensku brottnámstilfelli. Gunnar lýsti jafnframt eigin andlegri reynslu sem hann telur tengjast vitundarvakningu mannkynsins og yfirnáttúrulegum skilaboðum utan úr geimnum.

Hlustaðu á þáttinn á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili