fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Fókus
Mánudaginn 24. nóvember 2025 08:10

Kevin Spacey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Kevin Spacey leiðréttir þann skilning fjölmiðla að hann sé heimilislaus eftir að hafa deilt því í nýlegu viðtali að hann byggi á hótelum og Airbnb.

„Ég legg það venjulega ekki á mig að leiðrétta fjölmiðla,“ sagði Spacey í myndbandi á Instagram á sunnudag.

„Ef ég hefði gert það, hefði ég ekki tíma fyrir mikið annað, en í ljósi nýlegra greina þar sem fullyrt er að ég sé heimilislaus, finn ég til að að svara fyrir mig. Ekki til fjölmiðla heldur til þeirra þúsunda manna sem hafa haft samband undanfarna daga og boðið mér gistingu eða bara spurt hvort ég sé í lagi. Og til ykkar allra, leyfið mér að segja að ég er sannarlega snortinn af örlæti ykkar, punktur. En mér finnst það vera óheiðarlegt af mér að leyfa ykkur að trúa því að ég sé í raun heimilislaus í daglegum skilningi.“

Spacey minntist á nýlegt viðtal sitt við blaðamanninn Mick Brown hjá Telegraph, sem birtist á miðvikudag.

Sjá einnig: Segist vera heimilislaus eftir hneykslið

„Í samtali mínu við Mick Brown, hinn frábæra blaðamann … sagði ég að ég væri í raun að búa á hótelum og Airbnb og fara þangað sem vinnan er. Alveg eins og ég gerði þegar ég byrjaði fyrst í þessum bransa. Ég hef unnið næstum stanslaust allt árið og fyrir það hef ég svo margt að vera þakklátur fyrir.“

Spacey benti á að það væru margir sem búa á götunni, í bílunum sínum eða væri í hræðilegri fjárhagsstöðu en að hann væri ekki í sömu sporum.

„Og ég finn til með þeim. En það er ljóst af greininni sjálfri að ég er ekki einn af þeim, né var ég að reyna að segja að ég væri það.“

Skýringar Spacey koma eftir að miðillinn birti grein með fyrirsögninni „Viðtal við Kevin Spacey: Heimilislaus, kansellaður og krumpaður á Kýpur.“

Í viðtalinu við miðilinn sagði leikarinn að hann væri að gista á hótelum og Airbnb.

„Ég á bókstaflega ekkert heimili, það er það sem ég er að reyna að útskýra,“ sagði Spacey og bætti við að fjárhagsstaða hans væri ekki góð eftir kynferðisbrotamál, þar sem hann neitaði sök og var sýknaður fyrir dómi.

Spacey benti á að „kostnaðurinn síðustu sjö árin hafi verið stjarnfræðilegur“ og sagði að honum liði eins og hann væri kominn „aftur þangað sem hann byrjaði og á ferðinni „þangað sem vinnan“ er.

„Allt dótið mitt er í geymslu og ég vona að einhvern tímann, ef hlutirnir halda áfram að batna, að ég geti ákveðið hvar ég vil setjast að aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili