fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Fókus
Sunnudaginn 23. nóvember 2025 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson er einn af „fulltrúum mannkyns“ í keppni gegn vélmennum í glænýju Youtube-myndbandi Mr. Beast.

Mr. Beast er vinsælasti samfélagsmiðlasmiður heims en myndbönd hans, sem verða sífellt mikilfenglegri, eru með framleiðslukostnað á við stór Hollywood-verkefni og ná ótrúlegri útbreiðslu. Hið nýja myndband, þar sem Hafþór Júlíus stígur á stokk, er til að mynda með um 23 milljónir áhorfa á aðeins 18 klukkustundum.

Í myndbandinu keppa sjö manneskjur gegn vélmennum í sjö greinum og er það Íslendingurinn sem ríður á vaðið gegn illvígu vélmenni í aflraunum. Snýst keppnin um að velta þremur bifreiðum og toga svo heilan strætisvagn af stalli á sem skemmstum tíma. Úrslitin verða látin liggja á milli hluta að sinni en óhætt er að segja að Hafþór Júlíus sé mannkyninu til sóma.

Aðrar greinar sem keppt er í eru hafnabolti, amerískur fótbolti, körfubolti, kappakstri, golfi og spretthlaupi og eru það heimsfrægir íþróttamenn sem spreyta sig gegn vélmennunum sem eru komin mislangt í greinunum.

Hér má sjá næsta myndband Mr. Beast

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrædd um að kærasta yfirmannsins komi upp um leyndarmálið í brúðkaupinu

Hrædd um að kærasta yfirmannsins komi upp um leyndarmálið í brúðkaupinu