fbpx
Laugardagur 04.október 2025
Fókus

Fékk ótrúleg viðbrögð á TikTok: „Þá vissi ég að ég væri ekki að fara að hætta þessu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 4. október 2025 09:00

Hekla Sif Magnúsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan Hekla Sif Magnúsdóttir hefur verið að vekja athygli á TikTok fyrir að ræða hreinskilið og hispurslaust um baráttu sína við átröskun og bataferlið.

Hún er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.

Hlustaðu á þáttinn með Heklu hér að neðan. Stutt textabrot úr þættinum má lesa hér að neðan.

Hekla segir að hún hafi ákveðið að opna sig um eigin upplifun á TikTok eftir að hafa séð aðrar stelpur úti í heimi gera það sama. Hún fann að það hjálpaði henni í bataferlinu að fylgjast með fólki sem hafði gengið í gegnum það sama og vildi hún geta gert það sama fyrir aðra. Hún tók líka eftir því að það væri vöntun á slíku efni á íslensku og ákvað að stíga fyrsta skrefið.

@itshekla Desember 22: vannærð, aum með átröskun💔. Desember 2024: vel nærð, sterk að læknast❤️ heilbrigt samband við sjálfan þig og mat er MIKLU dýrmætara en að eltast við útlit. Ef þú ert í sömu sporum þá lofa ég þér að þú getur læknast. Ef ég gat það, getur þú það líka. næring er núna minn besti vinur. #íslensktiktok #fyrirþig #íslenskt #edrecovery ♬ Running Song by Ellie Nanni demo – ellie nanni

Viðbrögðin leyndu sér ekki og fékk hún bæði skilaboð frá íþróttafólki og öðrum, bæði stelpum og strákum, sem þökkuðu henni fyrir og sögðu myndböndin hjálpa þeim.

„Þá vissi ég að ég væri ekki að fara að hætta þessu. Ég fór að opna mig meira og meira, segja hverju ég lenti í, hvernig hugsanir ég fékk og fólk fór að tengja. Ég fattaði hvað það er mikið af fólki sem er að glíma við þetta en er ekki að segja frá, alveg eins og ég gerði. Ég sagði ekki frá í mörg ár,“ segir Hekla.

„Ég var svo stolt af þessu fólki og ég varð bara meyr. Mér finnst þetta svo fallegt því ég var þarna einu sinni, það þarf styrk til að senda á einhvern og segja frá og ég er ánægð að geta verið sú manneskja fyrir þau.“

@itsheklaallt sem ég borðaði í dag 💋🩷

♬ original sound – Hekla

Hekla segir frá upphafi átröskuninnar, hvernig hún þróaðist og bataferlinu í þættinum sem má hlusta á hér.

Fylgdu Heklu á TikTok og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta á sér ekki bara stað í ástarsamböndum – Yfirmaður þinn getur gerst sekur um þetta

Þetta á sér ekki bara stað í ástarsamböndum – Yfirmaður þinn getur gerst sekur um þetta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs var ekki sorgmæddur – Hann þurfti bara þetta

Beggi Ólafs var ekki sorgmæddur – Hann þurfti bara þetta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd: Pamela Anderson ekki lengur ljóshærð

Mynd: Pamela Anderson ekki lengur ljóshærð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hætti á Ozempic því hún var alltaf með í maganum – Þetta gerir hún í staðinn í dag

Hætti á Ozempic því hún var alltaf með í maganum – Þetta gerir hún í staðinn í dag