Bandaríska konan Jennifer Picone er að sækjast eftir vinsældum á TikTok sem fitness áhrifavaldur fyrir konur yfir fertugt. Hún birtir reglulega myndbönd af sér í ræktinni en eitt af þessum myndböndum fór á mikla dreifingu af röngum ástæðum.
Jennifer hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hegðun sína í ræktinni og hafa sumir kallað eftir því að líkamsræktarstöðin reki hana.
Í myndbandinu má sjá hana gera nokkrar æfingar á bekk í líkamsrækt sem er opin almenningi. Á meðan hún er að taka upp og æfa gengur kona að handlóðarekka fyrir aftan hana og stendur þar í smá stund. Það fór alveg gríðarlega í taugarnar á Jennifer sem endaði með að skamma konuna.
@jenniferrpicone She did that 💩on purpose 🤪 #gymtok #fyp ♬ original sound – Jennifer R. Picone
„Af hverju stendur þú þarna?“ sagði Jennifer.
Konan sneri sér við og sagði: „Ha? Hvað?“ Hún virtist ekkert vera að spá í Jennifer né myndavélinni.
„Því þú ert að fara í taugarnar á mér,“ sagði þá Jennifer.
„Ekki æfa við hliðina á mér,“ sagði hún svo.
Jennifer birti myndbandið til að gagnrýna hegðun konunnar. „Kurteisi í ræktinni: Ekki photobomba áhrifavaldinn,“ sagði Jennifer með myndbandinu.
Hún bjóst örugglega ekki við því að það var hún sjálf sem netverjum fannst dónaleg.
„Hápunktur sjálfsdýrkunar,“ sagði einn.
Meira að segja blandaði Joey Swoll sér í málið og lét hana heyra það. Joey er bandarískur áhrifavaldur sem er ófeiminn við að taka fyrir áhrifavalda sem haga sér illa í ræktinni. Hann er með yfir 7,9 milljónir fylgjenda á TikTok og 4,7 milljónir á Instagram.
@thejoeyswoll This is as entitled as it gets in the gym! 😡 #gymtok #gym #fyp ♬ original sound – Joey Swoll