Vísindamenn telja sig nú hafa fundið meginskýringuna á því hvers vegna konur lifa að jafnaði lengur en karlar.
Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn, sem birt var í tímaritinu Science Advances, má rekja muninn fyrst og fremst til svokallaðrar „heterógametríukenningar“. Karlar eru „heterógametíska kynið“ þar sem þeir hafa einn X og einn Y litningu, en konur tvo X litningar. Það hafa tvo mismunandi litninga virðist gerir karla berskjaldaðri fyrir skaðlegum stökkbreytingum og arfgengum sjúkdómum.
„Ef þú hefur tvö eintök af sama geni, þá er það betra en eitt,“ sagði rannsóknarhöfundurinn dr. Johanna Stärk frá Max Planck-stofnuninni í Leipzig. Að auki inniheldur Y-litningurinn oft endurtekna DNA-búta sem virðast auka líkurnar á að einstaklingurinn þrói með sér stökkbreytingu eða sjúkdóma.
Þá voru greind gögn frá 528 spendýrategundum og 648 fuglategundum í dýragörðum víða um heim. Niðurstöðurnar sýndu að hjá 72% spendýra lifa kvendýrin lengur, en hjá fuglum voru karldýrin oftar langlífari. Þá virðist keppni karldýranna um hylli kvendýra, til að mynda með því að þróa með sér voldug horn eða önnur eftirsóknarverð útlitseinkenni, taka toll af heilsu þeirra.
Einnig bendir rannsóknin til þess að foreldrastuðningur hafi áhrif – það kyn sem leggur meira af mörkum í uppeldi afkvæma lifir lengur, sem hjá spendýrum eru oftast kvendýr.
Þó að umhverfisþættir eins og rándýr og sjúkdómar hafi áður verið taldir lykilatriði, sýnir rannsóknin að munurinn helst jafnvel í vernduðu umhverfi dýragarða.