Hjónin komust í heimsfréttirnar árið 2019 fyrir að vera viðriðin háskólahneykslið sem fékk viðurnefnið Operation Varsety Blues. Þau komu dætrum sínum inn í virta háskólann USC í Suður-Kaliforníu með mútum. Lori var dæmd í tveggja mánaða fangelsi og Mossimo í fimm mánaða fangelsi árið 2020.
Netflix gerði heimildarmynd um málið árið 2021.
Lori og Mossimo eru sögð búa í sitthvoru lagi en hafa ekki lagt fram skilnaðarskjöl. People greinir frá.
Hvorugt þeirra hefur tjáð sig opinberlega um málið.