Nýlega sást til Cohen með 27 ára OnlyFans fyrirsætu, hann er sjálfur 53 ára. Fisher er 49 ára.
Sjá einnig: Byrjaður með nýrri kærustu eftir skilnaðinn – Hún er OnlyFans-stjarna og 26 árum yngri
Í nýju viðtali tjáir Fisher sig um skilnaðinn. „Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði hún við WISH.
„En það hefur verið ótrúlega gott að byrja að vinna aftur, mjög skemmtilegt og spennandi að fókusa á eitthvað. Ekki það að ég missti áhugann á því að vera með metnað eða að vinna, heldur var ég meira ástfangin af móðurhlutverkinu, og er það ennþá.“
Fisher sagðist einnig vera þakklát fyrir nýjan kafla. „Mér finnst ótrúlegt að á þessum tíma í lífi mínu þá hef ég fengið tækifæri til að hefja nýjan kafla, alveg frá byrjun. Ákveða hvernig manneskju mig langar að vera með, ef ég vil fara í annað samband, hvernig verkefni mig langar að taka að mér og hvers konar fólk ég vil umgangast.“
Fisher sagði að það sé erfitt að ganga í gegnum skilnað í sviðsljósinu. Sérstaklega þar sem hún glímir við samfélagsmiðlafíkn.
„Ég er allt of mikið á netinu, þetta er orðið frekar slæmt fyrir mig. Ég er að reyna að hætta þessu,“ sagði hún.