fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Ástin kulnuð – Fyrirsætan og stórleikarinn segja þetta gott eftir 3 ára samband

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja ára sambandi fyrirsætunnar Kaiu Gerber og leikarans Austin Butler er lokið. Gerber, sem er 23 ára, og Butler, 33 ára, opinberuðu samband sitt í mars árið 2022. Þau munu hafa ákveðið að skilja í lok árs 2024 samkvæmt miðlum vestanhafs og var Butler ekki með Gerberg og fjölskyldu hennar í fríi fjölskyldunnar í Mexíkó.

Sögusagnir um ástarsambandið hófust í lok árs 2021 eftir að þau sáust ítrekað saman, þremur mánuðum seinna mættu þau saman á rauða dregilinn í árlegu partýi tímaritsins W, W Magazine’s annual Best Performances party.

Ferill Butler fór á flug eftir að hann lék rokkkonunginn Elvis Presley í kvikmyndinni Elvis árið 2022 og fylgdi Gerber sínum manni á Golden Globes þar sem hann vann sem besti leikarinn.

Gerber er vel þekkt, fyrst og fremst sem fyrirsæta, þar sem hún fetar í fótspor móður sinnar, Cindy Crawford, sem var ein af ofurfyrirsætum níunda áratugarins. Faðir Gerber er svo viðskiptajöfurinn Rande Gerber. 

Butler og Gerber ásamt foreldrum hennar og bróður

Gerber tjáði sig um sambandið við Butler í viðtali við tímaritið WSJ í febrúar í fyrra. Útskýrði hún þar að þau leituðust við að halda sambandi sínu utan sviðsljóssins:

„Í hreinskilni sagt finnst mér svo fáir hlutir í lífi mínu vera einkamál og sambandið er eitt af því sem ég reyni að halda eins mikið fyrir sjálfa mig og hægt er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu