Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraels í Eurovision í Sviss í vor. Yuval er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova sjöunda október 2023.
Þátttaka Yuval var til umræðu í Facebook-hópnum Júróvisjón 2025.
„Svo segja sumir að þessi keppni er núll pólitísk. Hér er sönnun um að hún sé það,“ sagði einn meðlimur hópsins.
„Vá, eins pólitískt og hægt er,“ sagði annar hópmeðlimur og vísaði í fréttina sem var deilt í hópinn af JPOST.com:
„„The song that Yuval Raphael will perform at Eurovision will be selected at a later date by a committee established by Israel’s public broadcaster specifically for this purpose.“
Með öðrum orðum þá mun hvítþvottarlagið sem á að gaslýsa allan heiminn vera samið seinna.“
Maðurinn sem birti upphaflegu færsluna svaraði viðkomandi: „Við eigum að fagna því að þessi stúlka lifði af og fær að vera fulltrúi síns lands í keppninni.“
Annar meðlimur svaraði honum til baka:
„Nei, það er ekki neitt til að fagna hér. Land sem er að fremja þjóðarmorð er nú að reyna að fremja einhvern áróðursverknað, það er búið að velja söngkonuna áður en lag er valið. Það eru annars tugþúsundir stelpna eins og Yuval sem er búið að sprengja upp eða að skjóta í höfuðið. Þeir keppendur sem taka þátt fyrir hönd Íslands og deila stóra sviðinu með slíku myrkraríki ber einfaldlega að fordæma enda hvítþvær það Ísrael.“
Einn spyr: „getur fólk virkilega haft skiptar skoðanir á þessu? Reyna að útrýma heilli þjóð og ætla svo að fá pity atkvæði með því að senda survivor. Þetta er eins ósmekklegt og hægt er!“
Annar meðlimur tekur í sama streng: „Kemur lítið á óvart að ísraelsk stjórnvöld reyni að fá einhver samúðaratkvæði með því að tefla fram þessari konu. Allt til að láta fólk gleyma því hver raunverulegu fórnarlömbin eru hérna.“
Yval sagði sögðu sína síðasta sumar, það má horfa á myndbandið hér að neðan.