fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Kristín Tómas: Algengustu vandamálin í parasamböndum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 12:29

Kristín Tómasdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Tómasdóttir er fjölskyldumeðferðarfræðingur sem sérhæfir sig í parameðferð og metsöluhöfundur. Hún er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Kristín fer um víðan völl í þættinum. Hún ræðir meðal annars um algeng vandamál í parasamböndum, um samskipti og mikilvægi þeirra og svarar spurningunni sem margir hafa velt fyrir sér: Er hægt að halda áfram í sambandi eftir að framhjáhald eða trúnaðarbrestur kemur upp?

Horfðu á þáttinn hér að neðan eða hlustaðu á Spotify.

video
play-sharp-fill

Kristín gat sér gott orð sem farsæll rithöfundur og hefur gefið út fimm bækur, sjálfsstyrkingarbækur fyrir stelpur og eina fyrir stráka ásamt Bjarna Fritzsyni. Fyrir tæpum áratug breytti hún um stefnu og sneri sér að fjölskyldumeðferð og pararáðgjöf.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ástinni,“ segir Kristín um ákvörðunina.

„Svo fann ég þetta nám, mér fannst þetta passa vel við mig. Ég var á þessum tíma að setja saman samsetta fjölskyldu í mínu persónulega lífi og var að takast á við alls konar mál þar þannig mér fannst fjölskyldumeðferð eitthvað svo áhugaverð.“

„Það er ofboðslega erfitt að finna rétta tímann fyrir skilnað“

Samkvæmt Doyle Law Group, Woodfines Solicitors og TWM Solicitors er hærra hlutfall skilnaða í janúar, eða fyrstu mánuði ársins, miðað við hina mánuði ársins. Talað er um að hæsta hlutfall skilnaðarumsókna berast dagana 12.-16. janúar.

 Af hverju ætli það sé?

„Það er þetta nýja upphaf, nýtt ár. Fólk ætlar að setja sér einhver markmið, er að fara yfir það sem er liðið og sér þetta sem einhverja svona nýja byrjun. Það og svo líka það að fólk er alltaf að reyna að finna rétta tímann til að skilja og það upplifir ekki rétta tímann í kringum jól og áramót,“ segir Kristín.

„En það er ofboðslega erfitt að finna rétta tímann fyrir skilnað. Skilnaðir eru alltaf erfiðir og erfitt að finna góðan tíma til þess.“

Algeng vandamál

Kristín sinnir aðallega hjónabands- og pararáðgjöf. Aðspurð hvaða vandamál séu algeng í samböndum, hvort það séu einhver vandamál sem hún sér skjóta upp kollinum aftur og aftur hjá fólki sem leitar til hennar, segir hún:

„Rauði þráðurinn er einhvers konar togstreita, óánægja eða vandamál. Stundum er fólk bara mjög hamingjusamt en þarf að taka á einhverju einu. En stundum er maður að glíma við einhvers konar langvarandi togstreitu og þetta limbó milli þess: Eigum við að vera saman eða eigum við að hætta að vera saman? Og svo eru framhjáhöld og trúnaðarbrestir mjög algengir.“

„Svona algengasta þrætuepli para eru peningar og eftir því er kynlíf […] En mér finnst ég samt sem áður alltaf vera að setja nýja spólu í tækið. Í hvert einasta skipti sem það kemur til mín nýtt par þá er það mál einhvern veginn öðruvísi en öll önnur mál sem ég hef fengið.“

Kristín fer mikið dýpra inn í sambönd, vandamál, ástæður skilnaða og af hverju konur sækja frekar um skilnað en karlar í þættinum. Hún ræðir einnig um framhjáhöld, trúnaðarbresti og opin sambönd. Hvernig skal bæta samskipti og nefnir ýmislegt sem pör geta gert, eins og að innleiða svo kallaðan kærustuparatíma einu sinni í viku. Þáttinn má horfa á í heild sinni hér að ofan. Það er einnig hægt að hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Hide picture