fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Fókus
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 09:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Reynir Jakobsson, veitingamaður, segir frá því hvernig fjölskylda hans lokaði á hann þegar hann var djúpt sokkinn í neyslu. Hann er nýjasti gestur Kiddu Svarfdal í hlaðvarpinu Fullorðins á Brotkast.

Jakob er sonur Jakobs H. Magnússonar, matreiðslumanns, sem er annar eigandi veitingastaðarins Hornið í miðbæ Reykjavíkur.

Jakob opnar sig um fíknivanda og bataferli í Fullorðins og segir frá því hvernig 28. október 2020 hafi verið fyrsti dagurinn sem hann hafi vaknað edrú, með engin efni í sér. Deginum áður hafði hann komið til Svíþjóðar til að gangast undir meðferð við áfengis- og fíknivanda.

Hrikalega sárt, en skildi það

Á þessum tímapunkti var Jakob kominn á mjög slæman stað, hann var í daglegri neyslu og fjölskyldan hafði lokað á hann.

„Þau lokuðu á mig stuttu áður, held það hafi verið í maí. Ég reyndi að harka af mér yfir sumarið, þá var ég farinn að nota kókaín daglega og drekka með því,“ segir hann og bætir við að hann hafi oft gengið niður Laugarveginn og niður að Hafnarstræti þar sem Hornið er.

„Ég gerði það til að horfa inn um gluggann og sjá fjölskylduna mína vinna,“ segir hann.

„En þau lokuðu á mig og það var vont, alveg hrikalega vont, en eftir á að hyggja þá átti ég það skilið. Ég var búinn að haga mér alveg viðbjóðslega. Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba, stela áfengi og peningum. Ég er bara ofboðslega þakklátur fyrir að ég fái að vinna þar [í dag], eftir allt sem ég hef gert.“

Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan, til að horfa á þáttinn í heild sinni er hægt að kaupa áskrift á Brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro