fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Fókus
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 09:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Reynir Jakobsson, veitingamaður, segir frá því hvernig fjölskylda hans lokaði á hann þegar hann var djúpt sokkinn í neyslu. Hann er nýjasti gestur Kiddu Svarfdal í hlaðvarpinu Fullorðins á Brotkast.

Jakob er sonur Jakobs H. Magnússonar, matreiðslumanns, sem er annar eigandi veitingastaðarins Hornið í miðbæ Reykjavíkur.

Jakob opnar sig um fíknivanda og bataferli í Fullorðins og segir frá því hvernig 28. október 2020 hafi verið fyrsti dagurinn sem hann hafi vaknað edrú, með engin efni í sér. Deginum áður hafði hann komið til Svíþjóðar til að gangast undir meðferð við áfengis- og fíknivanda.

Hrikalega sárt, en skildi það

Á þessum tímapunkti var Jakob kominn á mjög slæman stað, hann var í daglegri neyslu og fjölskyldan hafði lokað á hann.

„Þau lokuðu á mig stuttu áður, held það hafi verið í maí. Ég reyndi að harka af mér yfir sumarið, þá var ég farinn að nota kókaín daglega og drekka með því,“ segir hann og bætir við að hann hafi oft gengið niður Laugarveginn og niður að Hafnarstræti þar sem Hornið er.

„Ég gerði það til að horfa inn um gluggann og sjá fjölskylduna mína vinna,“ segir hann.

„En þau lokuðu á mig og það var vont, alveg hrikalega vont, en eftir á að hyggja þá átti ég það skilið. Ég var búinn að haga mér alveg viðbjóðslega. Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba, stela áfengi og peningum. Ég er bara ofboðslega þakklátur fyrir að ég fái að vinna þar [í dag], eftir allt sem ég hef gert.“

Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan, til að horfa á þáttinn í heild sinni er hægt að kaupa áskrift á Brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands